Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–18.1.2021

2

Í vinnslu

  • 19.1.–26.9.2021

3

Samráði lokið

  • 27.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-4/2021

Birt: 7.1.2021

Fjöldi umsagna: 4

Annað

Matvælaráðuneytið

Ferðaþjónusta

Drög að rannsóknaráætlun 2021-2023 um gagnaöflun og rannsóknir í ferðaþjónustu

Niðurstöður

Fjórar umsagnir bárust, almennt jákvæðar, en jafnframt með tillögum um breyttar áherslur. Tillaga að rannsóknaráætlun var í kjölfar yfirferðar ráðgefandi nefndar um gagnaöflun og rannsóknir send ferðamálaráðherra sem féllst á hana í febrúar 2021. Áætlunin var i kjölfarið birt á vef Ferðamálastofu.

Málsefni

Drög að rannsóknaráætlun 2021-2023 um rannsóknir og gagnaöflun í ferðaþjónustu. Staða verkefna í fyrri útgáfu hefur verið uppfærð (8 verkefni af 11) og þremur nýjum bætt við.

Nánari upplýsingar

Fyrsta rannsóknaráætlun Ferðamálastofu var gefin út í ágúst 2020. Hér eru birt drög að endurskoðaðri útgáfu hennar fyrir tímabilið 2021-2023.

Í lögum um Ferðamálastofu segir að stofnunin skuli safna gögnum sem nýtast við ákvarðanatöku og markmiðasetningu í ferðaþjónustu og birta þau. Stofnunin skal jafnframt stuðla að rannsóknum og greina þörf fyrir rannsóknir á sviði ferðamála og vinna rannsóknaráætlun í samstarfi við rannsóknastofnanir, háskóla og atvinnugreinina þar sem skilgreind er rannsóknarþörf og forgangsröðun verkefna.

Í reglugerð nr 20/2020 er kveðið nánar á um söfnun og vinnslu upplýsinga og rannsóknir. Drög að uppfærðri rannsóknaráætlun eru sett fram í samræmi við áskilnað 7. gr. reglugerðarinnar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Hildur Kristjánsdóttir

postur@anr.is