Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.1.–8.2.2021

2

Í vinnslu

  • 9.2.2021–22.1.2023

3

Samráði lokið

  • 23.1.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-5/2021

Birt: 8.1.2021

Fjöldi umsagna: 7

Annað

Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkrahúsþjónusta

Barneignarþjónusta - stöðuskýrsla og tillögur starfshóps ráðherra

Niðurstöður

Máli lokið með birtingu aðgerðaráætlunar um barneignarþjónustu.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir umsögnum um skýrslu starfshóps sem heilbrigðisráðherra fól að gera tillögur að bættri barneignaþjónustu með áherslu á að auka samþættingu milli meðgönguverndar, fæðingarhjálpar og þjónustu við konur í sængurlegu.

Nánari upplýsingar

Enn sem komið er, er engin stefna til um barneignarþjónustu hérlendis, hvorki varðandi fjölda og staðsetningu skilgreindra fæðingarstaða á landsvísu né yfirlýst stefna um þá þjónustu og aðbúnað sem konum ætti að standa til boða í gegnum. Auk þess skortir víða samfellu í þjónustuna milli meðgönguverndar, fæðingarhjálpar og í sængurlegu. Árlega kemur út skýrsla frá Fæðingarskráningunni um nýliðið ár, gefin út af Kvenna- og barnasviði Landspítala, fyrir hönd Embættis landlæknis og fjallar um fæðingarþjónustuna á landsvísu. Árið 2010 vann Ljósmæðrafélag Íslands skýrslu

um barneignarþjónustu á landsvísu og í hverju heilbrigðisumdæmi og er það gagnleg heimild um stöðu barneignarþjónustu á þeim tíma. Embætti landlæknis gaf út Leiðbeiningar um val á fæðingarstað árið 2007 sem leiðbeinandi viðmið fyrir fagfólk og barnshafandi konur um mismunandi

þjónustustig skilgreindra fæðingarstaða landsins. Þær leiðbeiningar hafa ekki verið yfirfarnar síðan. Í desember 2019 skipaði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þverfaglegan starfshóp um stefnumótun í barneignarþjónustu. Í skipunarbréfi kemur fram að styrkja þurfi samfellu í þjónustunni milli meðgönguverndar, fæðingarhjálpar og í sængurlegu og skuli stefna í barneignarþjónustu á landsvísu byggja á nýútgefinni heilbrigðisstefnu og taka m.a. mið af áherslum ráðherra á rétta þjónustu á réttum stað, skilvirk þjónustukaup og gæði. Samkvæmt skipunarbréfi átti starfshópurinn að skila drögum að stefnu í maí 2020 en vegna tafa sem hlutust af covid-19 heimsfaraldrinum, seinkaði þeirri vinnu.

Starfshópinn skipuðu:

Guðlaug Einarsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, verkefnisstjóri starfshópsins.

Alexander K. Smárason, prófessor við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri, forstöðulæknir fæðingar- og kvensjúkdómalækninga á SAk tiln. af Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir og dósent, tiln. af Námsbraut í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands.

Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarteymis, tiln. af Landspítala.

Ósk Ingvarsdóttir, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir, yfirlæknir ÞÍH, tiln. af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir, tiln. af Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Starfshópurinn hélt 27 fundi, flesta á fjarfundarformi. Hópurinn gerði könnun á stöðu barneignarþjónustu á landinu sem send var öllum þjónustuveitendum eða fulltrúum þeirra og kallaði eftir áliti fjölda sérfræðinga,

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Heilbrigðisráðuneytið

hrn@hrn.is