Samráð fyrirhugað 12.01.2021—23.02.2021
Til umsagnar 12.01.2021—23.02.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 23.02.2021
Niðurstöður birtar 22.06.2021

Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032

Mál nr. 6/2021 Birt: 12.01.2021 Síðast uppfært: 22.06.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Í kjölfar samráðs gaf ráðherra út stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021–2032, undir yfirskriftinni Í átt að hringrásarhagkerfi. Fjallað er um niðurstöður samráðs í sérstöku niðurstöðuskjali.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 12.01.2021–23.02.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 22.06.2021.

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum um drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. Meginmarkmið stefnunnar eru að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs, vinna að kolefnishlutleysi Íslands og að stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. Drögin eru sett fram undir heitinu Í átt að hringrásarhagkerfi.

Meginmarkmið stefnunnar eru að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs, vinna að kolefnishlutleysi Íslands og að auka endurvinnslu og aðra endurnýtingu, draga úr urðun og hætta urðun lífbrjótanlegs úrgangs. Framtíðarsýnin er að Ísland verði meðal leiðandi þjóða í loftslagsmálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir.

Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi er með því mesta sem gerist meðal EES-ríkja og er endurvinnsla heimilisúrgangs of lítil og of mikið af honum urðað. Nýrri stefnu er ætlað að bæta úr þessu. Árið 2018 féllu til hér á landi um 1.300 þúsund tonn af úrgangi í heild og þar af voru 216 þúsund tonn urðuð. Þetta sama ár var samanlögð losun gróðurhúsalofttegunda frá urðun úrgangs, sorpbrennslu og jarðgerð hér á landi tæp 5% af heildarlosun Íslands og má rekja 95% af þeirri losun til urðunar úrgangs.

Árið 2016 kom út fyrri hluti stefnunnar undir heitinu Saman gegn sóun, sem kveður á um aðgerðir til úrgangsforvarna. Í stefnunni sem nú er til kynningar er mælt fyrir 24 aðgerðum og er stefnt að því að 12 þeirra verði lögfestar á þessu ári, m.a. skylda til flokkunar heimilisúrgangs og rekstrarúrgangs, samræming merkinga fyrir úrgangstegundir, bann við urðun úrgangs sem hefur verið safnað sérstaklega til endurvinnslu og að innheimta gjalda fyrir meðhöndlun úrgangs verði sem næst raunkostnaði við meðhöndlun hans. Með stefnunni eru stigin skref í átt að innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi. Meðal annarra aðgerða sem fara á í eru álagning urðunarskatts, bann við urðun lífbrjótanlegs úrgangs, stuðningur við heimajarðgerð og stuðningur við uppbyggingu innviða til meðhöndlunar úrgangs sem samræmast hugmyndum um hringrásarhagkerfi. Jafnframt er í drögunum að finna aðgerðir sem styðja eiga sérstaklega við sveitarfélög við að innleiða bætta úrgangsstjórnun.

Stefnan tekur við af Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013–2024 og er það í samræmi við breytingar sem gerðar voru á lögum um meðhöndlun úrgangs árið 2014.

Frestur til að senda inn umsagnir er til 23. febrúar nk.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Huldar Hlynsson - 19.01.2021

Finnst þetta bara flott, vil bara minna á að þegar maður gengur inn í hús þar sem allt er á floti, vaskurinn stíflaður og skrúfað frá krananum, þá byrjar maður á því að skrúfa fyrir og fer svo í að skúra upp bleytuna af gólfinu. Held að greenbytes (Unnu gagnaþon fyrir umhverfið 2020, heimasíða http://greenbytes.is/) gætu pottþétt hjálpað til þegar kemur að því að minnka óþarfa framleiðslu/innflutning á mat. Langaði líka að minnast á að ég upplifi viðhorf margs fólks í kringum mig sem svo að það sé allt í lagi að henda kartöflum sem voru eldaðar í fyrradag svo mér finnst mikilvægt að við fáum fólk til að hugsa tvisvar áður en það kaupir inn hluti, passa að fylla ekki ísskápinn bara því það er pláss í honum og nýta allt það sem maður kaupir inn. Annars segi ég bara, gangi ykkur vel með þetta. Ég vil líka að Ísland verði næst á lista yfir kolefnishlutlausar þjóðir heims, það er sko alþjóðleg keppni í kolefnishlutleysi í gangi.

Afrita slóð á umsögn

#2 Pure North Recycling ehf. - 22.01.2021

Pure North Recycling fagnar þeirri vinnu og markmiðum sem sett eru fram í stefnu um meðhöndlun úrgangs.

Það er mikilvægt og löngu tímabært að þessi málaflokkur fari í betri farveg hér á landi og vonandi að þessar breytingar verði innleiddar hratt og örugglega.

Það er mikilvægt að innlend endurvinnsla verði efld. Regluverk þarf að aðlaga nýjum veruleika og fjárhagslegir hvatar efli innlenda endurvinnslu. Horfa skal til þess að endurvinnanleg hráefni fari í besta mögulegan farveg innanlands eða sem næst uppruna sínum.

Afrita slóð á umsögn

#3 Grímsnes-og Grafningshreppur - 04.02.2021

Hér í viðhengi er umsögn sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - 04.02.2021

Hjálögð er umsögn stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Anton Kári Halldórsson - 23.02.2021

F.h. Sorpstöðvar Suðurlands er hér með skilað inn umsögn um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

Anton Kári Halldórsson, varaformaður.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Öryrkjabandalag Íslands - 23.02.2021

Meðfylgjandi er afrit af erindi sem ÖBÍ sendi Umhverfis- og auðlindaráðherra dags. 17 apríl 2020 um áherslur í sorpflokkun.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 23.02.2021

Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Hafnarfjarðarkaupstaður - 23.02.2021

Umhverfis- og framkvæmdarráð Hafnarfjarðarbæjar fagnar umræðu og stefnumótun í úrgangsmálum og tekur undir það að stefna í þessum málaflokki er nauðsynleg.

Þó má benda á að hér er til umsagnar víðtækar breytingar sem innleiða skal á stuttum tíma, brýnt er að raunsæi þarf að vera í fyrirrúmi við innleiðinguna og gerir umhverfis- og framkvæmdarráð athugasemdir við þennan stutta innleiðingartíma.

Umhverfis- og framkvæmdarráð bendir á að þær breytingar sem eru í stefnumótuninni á meðhöndlun úrgangs, mun fela í sér umtalsverðan kostnaðarauka, ræða þarf kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga og ríkisins áður en þessi innleiðing fer í framkvæmd.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Umhverfisstofnun - 23.02.2021

Með fylgir umsögn Umhverfisstofnunar um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

Kveðja, Elva Rakel.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 23.02.2021

Meðfylgjandi er sameiginleg umsögn Samtaka atvinnulífsins, SAF – Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka iðnaðarins, SFS – Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Sveitarfélagið Hornafjörður - 23.02.2021

Sjá fylgiskjal

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Reykjavíkurborg - 23.02.2021

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um drög að stefnu ráðherra í

úrgangsmálum.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 SORPA bs. - 23.02.2021

Í viðhengi er umsögn SORPU bs. um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Auður Alfa Ólafsdóttir - 23.02.2021

Sjá umsögn í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Samband íslenskra sveitarfélaga - 25.02.2021

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Skútustaðahreppur - 26.02.2021

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis - 02.03.2021

Viðhengi