Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–22.1.2021

2

Í vinnslu

  • 23.1.–13.9.2021

3

Samráði lokið

  • 14.9.2021

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-7/2021

Birt: 8.1.2021

Fjöldi umsagna: 5

Drög að frumvarpi til laga

Forsætisráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Frumvarp til laga um breytingar á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993 (starfshættir kærustjórnvalda)

Niðurstöður

Frumvarpið hefur ekki verið lagt fram á Alþingi.

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og lögum um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 21/1994.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu eru lagðar til eftirfarandi breytingar:

1. Lögfest verði almenn skylda æðra stjórnvalds til að birta úrskurði sína.

2. Bætt verði við 1. mgr. 31. gr. stjórnsýslulaga skyldu til að birta í úrskurði æðra stjórnvalds nöfn þeirra sem standa að úrskurði og undirskrift þeirra.

3. Á eftir 31. gr. stjórnsýslulaga komi nýtt ákvæði þar sem kveðið um verði á um heimild æðra stjórnvalds til frestunar á réttaráhrifum úrskurðar.

4. Við lög nr. 21/1994 um öflun álits EFTA dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið bætist nýtt ákvæði þar sem kveðið verði á um heimild sjálfstæðra stjórnsýslunefnda til að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins.

Fyrirhugaðar lagabreytingar lúta að því að skýra og styrkja reglur sem gilda um málsmeðferð stjórnvalda á kærustigi. Markmið endurskoðunarinnar er fyrst og fremst að tryggja betur samræmi í málsmeðferð þeirra stjórnvalda sem fara með úrskurðarvald í kærumálum. Breytingarnar miða þannig að því að koma í veg fyrir það eins og frekast er unnt að staða þeirra sem aðild eiga að kærumálum sé ólík eftir því hvaða kærustjórnvald á í hlut.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Forsætisráðuneytið

postur@for.is