Frumvarpið hefur ekki verið lagt fram á Alþingi.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 08.01.2021–22.01.2021.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.09.2021.
Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og lögum um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 21/1994.
Með frumvarpinu eru lagðar til eftirfarandi breytingar:
1. Lögfest verði almenn skylda æðra stjórnvalds til að birta úrskurði sína.
2. Bætt verði við 1. mgr. 31. gr. stjórnsýslulaga skyldu til að birta í úrskurði æðra stjórnvalds nöfn þeirra sem standa að úrskurði og undirskrift þeirra.
3. Á eftir 31. gr. stjórnsýslulaga komi nýtt ákvæði þar sem kveðið um verði á um heimild æðra stjórnvalds til frestunar á réttaráhrifum úrskurðar.
4. Við lög nr. 21/1994 um öflun álits EFTA dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið bætist nýtt ákvæði þar sem kveðið verði á um heimild sjálfstæðra stjórnsýslunefnda til að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins.
Fyrirhugaðar lagabreytingar lúta að því að skýra og styrkja reglur sem gilda um málsmeðferð stjórnvalda á kærustigi. Markmið endurskoðunarinnar er fyrst og fremst að tryggja betur samræmi í málsmeðferð þeirra stjórnvalda sem fara með úrskurðarvald í kærumálum. Breytingarnar miða þannig að því að koma í veg fyrir það eins og frekast er unnt að staða þeirra sem aðild eiga að kærumálum sé ólík eftir því hvaða kærustjórnvald á í hlut.
Meðfylgjandi eru athugasemdir yfirskattanefndar.
ViðhengiHjálagt sendist umsögn sambandsins um frumvarpið.
F.h. sambandsins
Guðjón Bragason
ViðhengiGóðan dag,
Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og Viðskiptaráðs Íslands um frumvarpið.
f.h. Samtaka atvinnulífsins
Heiðrún Björk Gísladóttir
ViðhengiHjálögð er umsögn Samorku
-
Virðingarfyllst,
-
fh. Samorku, Baldur Dýrfjörð lögfræðingur
Viðhengi