Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–25.1.2021

2

Í vinnslu

  • 26.1.–27.5.2021

3

Samráði lokið

  • 28.5.2021

Mál nr. S-8/2021

Birt: 11.1.2021

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020 (forgangsröð krafna við skila- og slitameðferð)

Niðurstöður

Ráðherra lagði fram frumvarp um breytingu á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020 (forgangsröð krafna við skila- og slitameðferð) á 151. löggjafarþingi. Ein umsögn barst um málið sem fjallað er um í 5. kafla greinargerðar með frumvarpinu sem var samþykkt sem lög nr. 38/2021.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020 (forgangsröð krafna við skila- og slitameðferð).

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu er lagt til að efni tilskipunar (ESB) 2017/2399 um um rétthæð ótryggðra skuldagerninga við ógjaldfærnimeðferð verði innleidd í íslenskan rétt. Tilskipun (ESB) 2017/2399, sem sett er til fyllingar ákvæðum tilskipunar 2014/59/ESB (BRRD tilskipunin), kveður á um forgang tiltekinna krafna við ógjaldfærnimeðferð.

Efni frumvarpsins tengist lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL-krafa) sem skilavaldi Seðlabanka Íslands er ætlað að ákvarða fyrir hvert fyrirtæki sem heyrir undir gildissvið laganna um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja. Frumvarpið kveður á um heildstæðar reglur um forgang krafna, þ.m.t. vegna innstæðna, við skila- og slitameðferð. Af kröfuröðinni má meðal annars vera ljóst hvaða skuldbindingar eru til þess fallnar að uppfylla MREL-kröfu skilavaldsins.

Markmið frumvarpsins er að tryggja réttarvissu á fjármálamarkaði. Reglurnar eru mikilvægar fyrir fjármálafyrirtæki sem uppfylla þurfa MREL-kröfu skilavalds. Einnig eru reglurnar mikilvægar fyrir réttarstöðu fjárfesta og lánardrottna enda felst í þeim fyrirsjáanleiki varðandi meðferð krafna ef fjármálafyrirtæki verður tekið til skila- eða slitameðferðar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

hjorleifur.gislason@fjr.is