Samráð fyrirhugað 18.01.2021—01.02.2021
Til umsagnar 18.01.2021—01.02.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 01.02.2021
Niðurstöður birtar 07.07.2021

Áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál (markmið um kolefnishlutleysi)

Mál nr. 10/2021 Birt: 18.01.2021 Síðast uppfært: 07.07.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Frumvarp samþykkt sem lög frá Alþingi þann 13. júní 2021

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 18.01.2021–01.02.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 07.07.2021.

Málsefni

Markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 verði lögfest

Áformað er að leggja fram frumvarp til breytinga á loftslagslögum þar sem markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 verði lögfest. Það er í samræmi við markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, sem sett er fram í Stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar og kemur einnig fram í aðgerðaáætlun í Loftslagsmálum sem útgefin var árið 2018 og aftur 2020.

Kolefnishlutleysi lýsir ástandi þar sem jafnvægi hefur náðst milli losunar og bindingar gróðurhúsalofttegunda. Það er lykilþáttur í Parísarsamningnum og nauðsynlegt til að ná markmiði samningsins um að halda hnattrænni hlýnun jarðar innan við 2°C og eins nálægt 1,5°C eins og hægt er.

Gert er ráð fyrir nánari útfærslu á því með hvaða hætti markmiði um kolefnishlutleysi verði náð árið 2040 í vegvísi sem stjórnvöld munu vinna í víðtæku samráði.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Jóhann Þór Magnússon - 19.01.2021

Skemmtiferðaskip í höfn geta valdið ámóta eða meiri loftmengun í nágrenni hafna og bílaumferð á miklum umferðagötum. Ekki er því tryggt að það ráðist við loftmengun sem er yfir mörkum nema mengunin frá skemmtiferðaskipum sé tekin með í aðgerðirnar. Það þarf því að gilda jafnt fyrir skemmtiferðaskipin og ökutækin að það þarf að vera hægt að hindra mengun frá þeim þegar loftmengun er við eða yfir mörkum. Skemmtiferðaskipin eiga þá ekki að fá að vera í höfn. Ef skemmtiferðaskipin fá landtengingu rafmagns og menga því ekki þá er auðvitað í lagi að þau séu í höfn. Krafan hvetur yfirvöld og hafnir til að flýta áformum um landtengingu skemmtiferðaskipa.

Afrita slóð á umsögn

#2 Cornelis Aart Meijles - 29.01.2021

Sjá viðhengt

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök iðnaðarins - 01.02.2021

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Orkuveita Reykjavíkur - 01.02.2021

Góðan dag

Hjálögð er umsögn Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga, dags. í dag, um áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál vegna markmiða um kolefnishlutleysi.

Kveðja, Íris Lind

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 01.02.2021

Meðfylgjandi er umsögn Landverndar umm áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál. Kær kveðja, Auður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Landsvirkjun - 01.02.2021

Sjá meðf. umsögn Landsvirkjunar um mál nr. 10/2021 í samráðsgáttinni þar sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögn um áform um að lögfesta markmið um kolefnishlutlaust Ísland 2040 í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál.

Umsögnin verður einnig send í tölvupóst á netfangið uar@uar.is

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Árni Finnsson - 01.02.2021

Náttúruverndarsamtök Íslands - umsögn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Ungir umhverfissinnar - 01.02.2021

Sæl

Meðfylgjandi er umsögn Ungra umhverfissinna um áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál (markmið um kolefnishlutleysi)

Kveðja

Tinna Hallgrímsdóttir, varaformaður UU

Viðhengi