Umsagnarfrestur er liðinn (15.01.2021–04.02.2021).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Með frumvarpinu eru innleiddar Evróputilskipanir sem ætlað er að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis í því skyni að ýta undir bætta endurvinnslu úrgangs og draga úr myndun hans.
Með frumvarpinu er komið á skyldu til flokkunar og söfnunar fleiri úrgangstegunda en í núgildandi lögum og gert skylt að samræma flokkunarmerkingar á landsvísu. Jafnframt er lagt til að skylt verði að flokka byggingar- og niðurrifsúrgang á upprunastað.
Í frumvarpinu er áréttuð sú skylda að sveitarfélög og fyrirtæki sem safna flokkuðum úrgangi komi honum sannanlega til endurvinnslu. Þá eru lagðar til breytingar sem varða heimildir sveitarfélaga til innheimtu gjalds fyrir meðhöndlun úrgangs.
Að lokum eru lagðar til ýmsar breytingar varðandi framleiðendaábyrgð á tilteknum vöruflokkum. Lagt er til að ákveðnar lágmarkskröfur gildi um framleiðendaábyrgð auk þess að hún gildi um plastvörur, veiðarfæri úr plasti og gler-, málm- og viðarumbúðir.
Umsögnum um frumvarpsdrögin skal skilað í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 29. janúar næstkomandi.
Við hjá Vélvirkja ehf erum mjög hlynt flokkun sorp enda búin að gera það í nokkur ár.
Ég fagna mjög þessum drögum, úrgangsmál eru í alls ekki nógu góðum málum á Íslandi þótt að þau hafi farið batandi.
Mitt innlegg í umræðuna snýst fyrst og fremst að hvötum, jákvæðum og neikvæðum.
Það fyrsta tengist framlengdri framleiðendaábyrgð. Hér vildi ég setja inn vissa "seljendaábyrgð". Ég mæli með að sett verði í lög að seljendum verði gert skilt að taka á móti ónauðsynlegum umbúðum og að það verði í raun neytendans að meta hvað séu ónauðsuynlegar umbúðir. Þetta er mjög auðvelt í framkvæmd, eftir búðarkassa séu sett upp borð og flokkunarbar þar sem neytendur geta losað sig við og flokkað þær umbúðir sem þeir telja ónauðsynlegar. Það lendir þá á búðinni að koma þeim til endurvinnslu eða farga þeim.
Ástæðan fyrir þessu að þrátt fyrir góðan vilja um að minnka sorpmagn þá hafa neytendur oft ekki val um umbúðalausan eða umbúðalitlan lífsstíl. Einnig er til að til sölu séu umbúðir sem að henta ekki eða eru erfiðar í flokkun eða endurvinnslu. Ef búðir verða fyrir umstangi og kostnaði vegna þeirra þá munu þær breyta sýnum innkaupum og vöruframboði m.t.t. að minnka umbúðir.
Hitt snýst að jákvæðum hvata vegna heimilissorps og "who throws pays". Þar sem ég er oft sataðsettur í Þýskalandi þá er losun pappírs og umbúða ókeypis við húsvegg. Hér eru 2 heimili (4 persónur) saman með eina 30 lítra tunnu og ráða sjálf hve oft hún er losuð. Það er gert með því að maður hefur val um margar mismunandi stærðir á tunnum, þær eru merktar með strikamerki, nafni og heimilisfangi og ef maður vill losun þá er tunnan færð út að götu. Þar er hún skönnuð og gert upp árlega.
Á Akureyri er móðir mín ein í heimili, hún hefur ekkert val um tunnustærð og því neyðist hún til að borga fyrir 180 lítra tunnu sem er losuð vikulega, þrátt fyrir að í henni sé aðeins einn lítill poki. Einnig þarf hún að borga aukalega fyrir að fá endurvinnslutunnu að húsvegg. Þetta er dæmi um neikvæðan hvata.
Ég mæli með að til að bæta enn í hvata og þægindahvata að losun á pappír, umbúðum og lífrænu verði ódýr og við húsvegg. Ef menn vilja fá losun á sorpi til urðunar við húsvegg borgi maður fyrir magn og að ódýrara verði ef maður fer með það sjálfur til "urðunarstöðva". Ég vil ekki mæla með að hætt verði losun heimilsissorps við húsvegg vegna þeirra sem velja bíllausan lífsstíl eða eru með takmarkaða ferða eða hreyfimöguleika.
með bestu kveðju
Sigurður Erlingsson
Grænavatni
Vinsamlegast sjá í viðhengi umsögn Landverndar um mál 11/2021.
kær kveðja
Auður
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn Félags atvinnurekenda.
ViðhengiHér í viðhengi má sjá umsögn sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.
ViðhengiHér sendist umsögn stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
ViðhengiÍ fylgiskjali má finna sameiginlega umsögn Samtaka atvinnulífsins, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu.
ViðhengiHjálögð er umsögn stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
ViðhengiSent inn fyrir hönd Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
ViðhengiHjálögð er umsögn Umhverfisstofnunar.
ViðhengiÁ fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar hinn 4. febrúar 2021 var eftirfarandi umsögn um drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis samþykkt:
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi athugasemdir við drög að breytingu á lögum um innleiðingu hringrásarhagkerfis:
Sveitarstjórn fagnar því að unnið sé að innleiðingu hringrásarhagkerfis á landsvísu, það rýmar vel við stefnumótun sveitarfélagsins frá 2018, sem unnið hefur verið að innleiðingu á í skrefum.
Þó eru atriði í frumvarpinu sem þarfnast nánari skoðunar. Af hálfu Bláskógabyggðar er sérstaklega bent á að huga þarf vel að því hvort og hvernig unnt verið að innleiða greiðslukerfið "borgaðu þegar þú hendir", sbr. 16. gr. frumvarpsdraganna, einkum á svæðum sem hafa flókna samsetningu, t.d. dreifbýli, þéttbýli og frístundasvæði. Skyldur hafa verið lagðar á sveitarfélögin, sem staðfestar hafa verið í úrskurðum í kærumálum, sem gert hafa fyrirkomulag sorphirðu kostnaðarsamt, svo sem vegna þess að staðsetja verður gáma- eða grenndarstöðvar í nánd við sumarhúsasvæði. Í víðfeðmum sveitarfélögum með mörg sumarhúsasvæði kallar þetta á mikinn kostnað. Það að taka við greiðslum á slíkum stöðum kallar á mönnun, sem yrði mjög kostnaðarsamt, eða tæknilausnir, sem ekki liggur fyrir að séu fyrir hendi. Breyta þyrfti fyrirkomulagi gámasvæða og grenndarstöðva til að uppfylla þær kröfur sem lagðar eru til í 16. gr. Huga verður að því að þær breytingar sem ráðast verður í til að geta tekið við greiðslum verði ekki úr hófi kostnaðarsamar. Af hálfu Blaskógabyggðar er því velt upp hvort ekki verði að gera ráð fyrir því að ákveðnum hluta kostnaðar verði deilt út á fasteignareigendur í tilvikum sem þessum.
Þá er einnig bent á að frestur sveitarfélaganna til að taka upp nýtt kerfi sé of skammur, sorphirða er verkefni sem sveitarfélög bjóða að jafnaði út til nokkurra ára í senn. Breytingar þarfnast góðs undirbúnings, þess að hugað sé vel að útfærslum og allir séu meðvitaðir um fyrirkomulag sorphirðu, flokkun úrgangs o.fl. Þá er bent á að gert er ráð fyrir að nýtt kerfi verði tekið í notkun á miðju ári, eða 1. júlí 2023. Það tímamark verður að teljast óheppilegt vegna þess hvernig fyrirkomulag gjaldtöku er nú, en álagning og innheimta fer fram með öðrum fasteignagjöldum og tekur til almanaksársins.
Af hálfu Bláskógabyggðar er þess farið á leit að sveitarfélög sem hafa innan sinna marka mikinn fjölda frístundahúsa komi að greiningu og leit að lausnum hvað greiðslufyrirkomulag varðar. Sveitarfélög á borð við Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshrepp, með um 5.000 frístundahús, hafa reynt ýmsar leiðir hvað varðar sorpmál frístundahúsa.
Í frumvarpsdrögunum er lögð aukin áhersla á framleiðendaábyrgð og úrvinnslugjald. Bláskógabyggð telur að ástæða sé til að endurskoða núgildandi fyrirkomulag hvað varðar úrvinnslugjald og að ef útvíkka eigi slíkt þá þurfi að undirbúa það vel. Úrvinnslugjald stendur í dag ekki undir kostnaði sveitarfélagsins við þá úrgangsflokka sem gjaldið tekur til nú þegar. Tryggja þarf að úrvinnslugjald renni til sveitarfélaganna, eigi það að koma í stað gjaldtöku, svo og að það nægi til að standa undir öllu ferli hirðu, eyðingar og umsýslu viðkomandi flokka úrgangs.
Hjálögð er umsögn byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Viðhengi