Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.–29.1.2021

2

Í vinnslu

  • 30.1.–31.5.2021

3

Samráði lokið

  • 1.6.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-12/2021

Birt: 15.1.2021

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um breytingu á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990 (fyrirkomulag tryggingagjalds).

Niðurstöður

Fyrirhugaðri framlagningu frumvarps um endurskoðun á fyrirkomulagi tryggingagjalds var frestað á 151. löggjafarþingi 2020-2021. Ný áform verða kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í samráðsgátt verði áformað að leggja frumvarpið fram síðar.

Málsefni

Í fyrirhuguðu frumvarpi verður að finna breytingar sem varða endurskoðun á fyrirkomulagi tryggingagjaldsins og hlutdeild vinnumarkaðssjóðanna og almannatrygginga í gjaldinu.

Nánari upplýsingar

Áformað er að leggja til að prósentur tekna vinnumarkaðssjóðanna af tryggingagjaldinu og vægi tryggingagjaldsins í útgjöldum lífeyris- og slysatrygginga almannatrygginga verði stillt af til að samræma tekjurnar betur við fjárþörf sjóðanna á komandi árum og til að styrkja sveiflujöfnunarhlutverki atvinnutryggingasjóðs. Gert er ráð fyrir að það skapi meiri festu og fyrirsjáanleika í umgjörð þessarar tekjuöflunar en með áformuðum lagabreytingum verða tekin upp ný viðmið fyrir ákvörðunum stjórnvalda um breytingar á tryggingagjöldum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is