Samráði um drögin að frumvarpinu er lokið. Alls bárust sex umsagnir um frumvarpið í samráðsgátt auk þess sem ein umsögn barst ráðuneytinu. Tekið var tillit til athugasemda eftir því sem kostur var. Almennt voru umsagnirnar einróma um að frumvarpið fæli í sér jákvæðar og tímabærar breytingar á lögum um fjöleignarhús. Frumvarpið hefur nú verið samþykkt sem lög nr. 84/2021.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 01.02.2021–15.02.2021.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 17.09.2021.
Félagsmálaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994.
Frumvarpið felur í sér nokkrar breytingar á fjöleignarhúsalögum sem rétt þykir að gera af fenginni reynslu undanfarinna ára. Auk þess er nauðsynlegt að leggja frumvarpið fram nú í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu þar sem mikil óvissa ríkir vegna kórónuveiru (SARS-CoV-2) sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Veirufaraldurinn Covid-19 og samkomutakmarkanir vegna hans hafa haft bein áhrif á eigendur fjöleignarhúsa m.a. vegna húsfunda og samskipta milli félagsmanna innan húsfélaga.
Með frumvarpinu er því lagt til að laga tiltekin ákvæði laganna að tækniframförum í rafrænum samskiptum og færa í lögin beina heimild til að halda rafræna húsfundi og nota rafræn skjöl og tölvupóst í samskiptum milli húsfélags og félagsmanna. Þá er, í ljósi breyttra skipulagsáherslna og þar með ört vaxandi mannvirkjagerðar þar sem byggt er blandað húsnæði, nauðsynlegt að skapa eigendum húsnæðis í blönduðum húsum aukið svigrúm til þess að víkja frá ákvæðum laganna með það að markmiði að bæta nýtingu og einfalda ákvarðanatöku vegna aðlögunar húsnæðisins að þörfum eigenda blandaðs húsnæðis. Því er lagt til í frumvarpinu að eigendum húsnæðis í blönduðum húsum verði heimilað að víkja frá ákvæðum laganna með setningu sérstakra húsfélagssamþykkta fyrir blönduð hús. Jafnframt er lögð til breyting á ákvæði laganna um húsfélagsdeildir þannig að heimild eigenda fjöleignarhúsa til að mynda húsfélagsdeild sé rýmkuð og nái til fleiri tilvika s.s. að eigendum verði heimilt að semja um skiptingu á viðhaldi þannig að hver húsfélagsdeild annist framkvæmdir utanhúss á viðkomandi húshluta auk þess sem eigendum bílageymsla verði heimilt að stofna sérstaka húsfélagsdeild um bílageymsluna með samningi svo unnt verði að reka þær sem sjálfstæðar einingar og að meginstefnu óháð ákvörðunarvaldi annarra eigenda fjöleignarhúss.
Frumvarp þetta er í alla staði mjög góð og vönduð smíð. Frumvarpið tekur á miklvægum atriðum, sem brýnt er að verði lögfest sem fyrst. Samráð var haft við Húseigendafélagið við samningu frumvarpsins og er félagið þakklátt fyrir það og mjög sátt við útkomuna. Vonar félagið að frumvarpið verði sem fyrst lagt fram á Alþingi og fái þar hraðan framgang. Hér eru miklar rétttarbætur á ferðinni.
Með virðingu,
Sigurður Helgi Guðjónsson hrl.
formaður Húseigendafélagsins.
Í fylgiskjali má finna sameiginlega umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins.
Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994.
ViðhengiÍ fylgiskjali má finna sameiginlega umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins.
ViðhengiUmsögn send in fyrir hönd stjórnar húsfélagsins Austurbakka 2.
ViðhengiGóðan dag
Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
f.h. sambandsins
Valgerður Rún Benediktsdóttir
Viðhengi