Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.–31.1.2021

2

Í vinnslu

  • 1.2.–8.7.2021

3

Samráði lokið

  • 9.7.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-15/2021

Birt: 19.1.2021

Fjöldi umsagna: 25

Áform um lagasetningu

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta)

Niðurstöður

Unnið var að frumvarpi sem var kynnt á Samráðsgátt og var það mál nr. 52/2021. Að því samráði loknu var mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi á 151. löggjafarþingi en var ekki samþykkt.

Málsefni

Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, um afglæpavæðingu neysluskammta. Frestur til að skila inn umsögnum er til og með 31. janúar 2021.

Nánari upplýsingar

Áform um lagasetningu sem hér eru til kynningar og samráðs voru samin í heilbrigðisráðuneyti.

Á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra fyrir 151. löggjafarþing er áætlað að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, til að heimila vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna. Með því sé stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum.

Á undanförnum áratug hefur orðið vart við viðhorfsbreytingu í vímuefnamálum á heimsvísu þar sem efasemdir um gagnsemi hinnar alþjóðlegu baráttu gegn vímuefnum hefur farið vaxandi. Áhrifa þessara viðhorfsbreytinga hefur einnig orðið vart hér á landi og undanfarin ár hefur afglæpavæðing neysluskammta verið áberandi í samfélagsumræðu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er þess getið að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Mikilvægt er að leggja áherslu á skaðaminnkun og að draga úr neyslu- og fíknivanda. Einn liður í því er að líta á neytendur ávana- og fíkniefna sem sjúklinga fremur en afbrotamenn.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa heilsueflingar og vísinda

hrn@hrn.is