Samráð fyrirhugað 19.01.2021—31.01.2021
Til umsagnar 19.01.2021—31.01.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 31.01.2021
Niðurstöður birtar 09.07.2021

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta)

Mál nr. 15/2021 Birt: 19.01.2021 Síðast uppfært: 09.07.2021
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Niðurstöður birtar

Unnið var að frumvarpi sem var kynnt á Samráðsgátt og var það mál nr. 52/2021. Að því samráði loknu var mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi á 151. löggjafarþingi en var ekki samþykkt.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 19.01.2021–31.01.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 09.07.2021.

Málsefni

Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, um afglæpavæðingu neysluskammta. Frestur til að skila inn umsögnum er til og með 31. janúar 2021.

Áform um lagasetningu sem hér eru til kynningar og samráðs voru samin í heilbrigðisráðuneyti.

Á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra fyrir 151. löggjafarþing er áætlað að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, til að heimila vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna. Með því sé stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum.

Á undanförnum áratug hefur orðið vart við viðhorfsbreytingu í vímuefnamálum á heimsvísu þar sem efasemdir um gagnsemi hinnar alþjóðlegu baráttu gegn vímuefnum hefur farið vaxandi. Áhrifa þessara viðhorfsbreytinga hefur einnig orðið vart hér á landi og undanfarin ár hefur afglæpavæðing neysluskammta verið áberandi í samfélagsumræðu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er þess getið að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Mikilvægt er að leggja áherslu á skaðaminnkun og að draga úr neyslu- og fíknivanda. Einn liður í því er að líta á neytendur ávana- og fíkniefna sem sjúklinga fremur en afbrotamenn.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Kristján Loftur Bjarnason - 20.01.2021

Þar sem ég er kunnugur þessum málaflokk þá sýnist mér þetta ekki vera nógu vel unnið þar sem það vantar inní þetta akstur undir áhrifum og eins og allir vita er að sum efni eru lengur ap fara úr blóði og þvagi eitthvað þarf því að skoða fleyri lög en auðvitað á að hætta að framleiða glæpamenn.

Afrita slóð á umsögn

#2 Hildur Friðriksdóttir - 20.01.2021

Í þessari umsögn er ekki verið að andmæla frumvarpinu í heild, fremur er varpað fram sjónarhorni/ áhyggjuefni til umhugsunar. Hjarðhegðun er mikil meðal Íslendinga, meðal annars vegna fámennis þjóðarinnar og auðveldra samskipta meðal borgaranna. Það sem er í tísku meðal ungmenna fer eins og eldur í sinu um samfélag þeirra. Elstu nemendur framhaldsskóla og elstu þátttakendur í íþróttastarfi eru 18 ára og eldri. Með einhverjum hætti þyrfti að vernda skóla- og íþróttastarf fyrir því að neysluskammtar séu leyfilegir innan þessara veggja sem og á skemmtunum á vegum skóla og íþróttastarfs. Undanskilja þyrfti leyfi fyrir að bera á sér og neyta fíkniefna á þessum stöðum á sama hátt og reykingar og áfengisneysla eru ekki leyfð þar (þó ekki sé óleyfilegt að hafa vindlinga, veip og slíkt í fórum sínum).

Afrita slóð á umsögn

#3 Björg Jóna Sveinsdóttir - 20.01.2021

Lög 64/1974 eru góð og skýr. Varsla og meðferð fíkiniefna er óheimil.

Er hlynt hugmyndafræðinni sem hér kemur fram nema því að nota orðið "heimilt sé (að nota það) hafa í vörslu sinni takmarkað magn" margt ungmenni og fólk myndi fagna þannig orðalagi með afleiðingum sem ekki er gott heilsumarkmið.

Hafa áfram: Varsla og meðferð fíkiniefna er óheimil. En í eins stuttu máli og hægt er að bæta við: Ekki verður gerð refsing fyrir að hafa í fórum sínum takmarkað magn... enda sé ljóst að ekki til sölu eða dreifingar.

Mér finnst að lögin eigi einnig að taka á fíkniefninu Alkóhóli í einhverri mynd. Það að gera það ekki er meðvirkni með þannig fíkn.

Afrita slóð á umsögn

#4 Birgir Örn Guðjónsson - 20.01.2021

Ég hef starfað sem lögreglumaður í hart nær tvo áratugi og þessi málaflokkur er mér afar hugleikinn. Ég er hef kynnt mér þessi mál vel og hef m.a. verið í tengslum við Pompidou group of the council of Europe og haldið fyrirlestur á ráðstefnu um þessi málefni á þeirra vegum með fulltrúum lögregluliða víðsvegar úr heiminum. Ég hef einnig unnið mikið í forvörnum í lögreglunni og leitt ákveðin stefnumótandi verkefni á þeirra vegum. Ég er sömuleiðis meðlimur í LEAP sem eru alheimssamtök lögreglumanna sem berjast fyrir mannúðlegri nálgun í fíkniefnamálum. Þessi skoðun mín og sýn er mín persónulega sýn á þessum málaflokki.

Sú stefna sem verið hefur við líði síðustu áratugi er viðkemur glæpavæðingu ákveðinna vímuefna er ekki aðeins tímaskekkja, heldur beinlínis skaðleg fyrir bæði einstaklinga og samfélagið í heild. Það hjálpar ekki á neinn hátt að merkja þann sem afbrotamann sem notar eða hefur ánetjast vímuefnum. Þvert á móti eru þá auknar líkur á jaðarsetningu og auknum félagslegum vandamálum. Bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og fjölskyldu hans. Ein afleiðing þeirrar jaðarsetningar er aukin hætta á að viðkomandi vilji ekki opinbera vanda sinn og leita sér aðstoðar.

Afglæpavæðing er síðan ekki á neinn hátt samþykki eða „normalisering“ á vímuefnum eins og sumir virðast óttast. Síður en svo. Ekki frekar en t.d. að það sé normalisering á sígarettum að þær séu ekki ólöglegar. Forvarnir þar sem unnið er markvisst að minni eftirspurn eftir vímuefnum, sem og fræðsla um hugsanlega skaðsemi mismundandi efna er mjög mikilvæg í þessu ferli.

Sú orka og það fjármagn sem hefur farið í baráttuna gegn vímuefnum hefur því miður engu skilað. Þar tala allar tölur og rannsóknir sínu máli. Sífellt fleiri þjóðir eru að vakna upp og átta sig á þeirri staðreynd. Það er löngu kominn tími til að breyta um aðferð. Það skref sem hér um ræðir er bæði mannúðlegri nálgun og mun líklegri til árangurs.

Afrita slóð á umsögn

#5 Jón Viðar Gunnarsson - 20.01.2021

Löngu tímabært að þjóðfélag okkar viðurkenni vanda fíkniefnaneyslu og bregðist við henni sem þeim sjúkdómi sem hún oft á tíðum er . Það er fræðsla og aftur fræðsla sem þarf að stórefla og er eina raunverulega forvörnin sem er í boði gegn þessari vá.

Afrita slóð á umsögn

#6 Sean Louis Coyne - 21.01.2021

I believe that all drugs should be legalised, prohibition does not work and people will always find a way to get the drugs they want. Recreational marijuana especially would generate a lot of money and would put the control of the marijuana market in the hands of the government rather than criminals.

Afrita slóð á umsögn

#7 Davíð Karl Sigurðsson - 21.01.2021

Tími til kominn

Öll sönnunargögn benda til þess að núverandi lög virka mjög illa til að sporna gegn notkun og séu einnig ómannúðleg gegn neytendum og sérstaklega þeim sem háðir eru.

Ég vona að þetta komist í gegn svo við getum verið í takt við 21. aldar þekkingu á þessum málum.

Afrita slóð á umsögn

#8 Ryan Andrew Tomei - 22.01.2021

As support grows for the legalisation of weed, it’s important to look at the places this has already been done and the benefits that have come out of it.

1). Massive influx of tax revenue to the government.

If you look at Denver for example, they made millions month after month from this and last year surpassed $1 billion. Much of this money was put towards schools and drug education.

2). The studies in places where marijuana has been legalised, showed a decrease in violent crimes as well as a decrease in hard drug use.

3). This makes for a great and safe alternative for Iceland’s depressing winters for those who are prone to alcoholism. As we all know, alcohol is one of the most deadly substances both long term and short term and can be very addicting. Marijuana is a safe alternative which doesn’t cause blackouts, domestic violence issues that alcohol does and it doesn’t cause liver failure with prolonged use like alcohol does. Of course marijuana would have the same legal consequences of being under the influence while driving, but it’s still overall safer than alcohol.

https://kdvr.com/news/data/where-all-the-pot-taxes-go/

Afrita slóð á umsögn

#9 Kristinn Alex Sigurðsson - 22.01.2021

Ég fagna þessari lagasetningu heilshugar.

Rannsóknir virðast benda til þess að psilocybin, virka efnið í ofskynjunarsveppum, gæti verið eitt besta lyf við þunglyndi sem fundist hefur svo dæmi sé tekið. Þessi lagasetning myndi hjálpa til við að stunda rannsóknir hérlendis. Auk þess virðist vera nóg til af rannsóknum sem sýna að THC hefur notagildi.

Það virðist vera frekar handahófskennt að banna þessi efni en leyfa td áfengi sem hefur ekkert notagildi og er mun bannvænna en áðurnefnd tvö efni.

Afrita slóð á umsögn

#10 Viktor Máni Sigfússon - 23.01.2021

Afglæpavæðing fíkniefna hér á landi myndi gera fíklum auðveldara fyrir að leita sér til hjálpar, einnig myndi það auðvelda flæði réttra upplýsinga um tiltekið fíkniefni og stuðla að öryggri notkun, fólk mun alltaf nota fíkniefni og stríðið gegn fíkniefnum hefur aldrei virkað og mun aldrei virka, kominn tími á breytingar og það strax

Afrita slóð á umsögn

#11 Andri Pétur Dalmar Dagnýjarson - 23.01.2021

Eitt af því mikilvægasta sem gerist með afglæpavæðingunni, að ég held, er að rannsóknaraðilar fá tækifæri til að vinna með þessi efni til að skilja betur hvað þau eru nothæf fyrir, hvernig á að hjálpa þeim sem ánetjast þeim og hvaða efni eru raunverulega skaðsöm og í hvaða samhengi. Við getum ekki leyft okkur sem þjóð að sitja eftir með gamlar, úreltar skoðanir sem áttu aldrei grunn í raunveruleikanum.

Þetta er næsta skref fram á við. Léttum á þeim sem þurfa athyglina til annars en að berjast tapandi baráttu. Leyfum lögreglunni að hafa áhyggjur af því sem verra er. Hjálpum þeim sem þurfa á meðferð að halda með því að stinga þeim ekki í fangelsi. Gröfum undan svarta markaðinum, þar sem jafnvel saklausustu vímuefnin geta orðið banvæn gróðans vegna. Styrkjum okkur sem framsækna þjóð á öllum sviðum sem við stöndum á.

Afrita slóð á umsögn

#12 Aðalsteinn Gunnarsson - 28.01.2021

Aðalsteinn Gunnarsson

Reykjavík 28. janúar 2021

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta) Mál nr. 15/2021 Birt: 19.01.2021

Vímuefni eru með helstu hindrunum sjálfbærrar þróunar mannkyns. Þau hafa neikvæð áhrif á allar þrjár stoðirnar (umhverfi, efnahagur og samfélag) og snerta við öllum hliðum samfélagsins. Vímuefni stefna mannauði í voða, grafa undan hagvexti, veikja innviði samfélagsins og eru byrði á heilbrigðiskerfinu.

Ég er þess vegna alfarið á móti auknu aðgengi að vímuefnum og hvet þig Svandís Svavarsdóttir að leggja ekki fram þetta frumvarp eða önnur í þessa átt.

Afrita slóð á umsögn

#13 Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi. - 29.01.2021

Snarrótin fagnar áformum heilbrigðisráðuneytisins um lagasetningu sem gengur út að gera

vörslu á neysluskömmtum af öllum vímuefnum refsilausa. Félagið hefur í umsögnum sínum um

skyld frumvörp hvatt ráðuneyti og þingheim til að beita sér fyrir slíkri réttarbót og fært meðal

annars rök fyrir því að refsingar í garð notenda vímuefna, hvort sem þeir glíma við

vímuefnavanda eða ekki, hafa ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. Formleg

viðurkenning heilbrigðisráðuneytisins á því að refsistefna í vímuefnamálum sé ekki gagnreynd

nálgun og að frekar eigi að huga að skaðaminnkun og aðstoð til notenda er mikið framfaraskref.

Snarrótin vill þakka heilbrigðisráðuneytinu fyrir að taka þetta skref og vonar að með því sé hægt

að snúa frá þeirri bann- og refsistefnu sem tíðkast hefur í áratugi og hefja fyrstu skrefin í átt að

vímuefnastefnu sem byggist á vísindum, mannréttindum og skaðaminnkun.

Nánari efnislegar athugasemdir er að finna í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Embætti landlæknis - 29.01.2021

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Rauði krossinn á Íslandi - 29.01.2021

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Alexander Sokolov - 29.01.2021

I support decriminalization.

Drug use and addition is more effectively treated by therapy and treatment than criminal charges.

The resources spent criminalizing drug users and addicts would be much more effective elsewhere.

To date, decriminalization has not resulted in significantly increased drug use anywhere in the world.

Afrita slóð á umsögn

#17 Það er von, góðgerðarsamtök - 31.01.2021

Við hjá Það er von styðjum heilshugar við áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr.65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta). Mál nr. 15/2021.

Bæði af eigin reynslu og úr starfi höfum við séð að núverandi fyrirkomulag þ.e. refsistefna og stríðið gegn fíkniefnum sem raunverulega er stríð gegn fólkinu sem notar það, er ekkert annað en jaðarsetning sem eykur á vandann fremur en að taka á honum.

Við höfum margsinnis séð fólk vera komið vel á veg í edrúmennsku þegar dómskerfið kemur 1-2 árum seinna til að refsa fólki fyrir neysluskammta og áhrifin í mörgum tilfellum eru á þann veg að senda fólk aftur til baka í gamla lífernið.

Áhrif refsinga á sjálfsmat, sjálfsvirði, sjálfsmynd þeirra sem hljóta dóma fyrir vörslu á fíkniefnum er rosaleg. Einstaklingar sjá sig ekki lengur sem "gott" fólk enda komið á sakaskrá. Sakaskráin er svo til þess fallinn að einstaklingar fá ekki sömu tækifæri í atvinnuleit og í að fóta sig í lífinu.

Með því að falla frá refsistefnu og taka upp betrunarstefnu erum við að aðstoða fólk fremur en að refsa því. Sem ætti alltaf að vera meginmarkmið okkar sem þjóðfélags, að betra okkur sem samfélag og finna þær leiðir sem virka hvað besta til þess að leysa þau vandamál sem eru fyrir stafni.

Afrita slóð á umsögn

#18 Kristín Þóra Gunnarsdóttir - 31.01.2021

Ég hef unnið í barnastarfi og er alfarið á móti auknu aðgengi að vímuefnum. Undanfarna áratugi höfum við orðið vör við viðhorfsbreytingu í vímuefnamálum, hér á landi sem og á heimsvísu. Æ fleiri ungmenni hafna vímuefnum og má þar þakka forvörnum. Forvörnum sem byggja á sterku lagalegu umhverfi, heilsueflandi samfélagi, ábendingum frjálsra félagasamtaka í forvörnum, samtakamætti foreldra og fræðslu. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós skaðsemi vímuefna með skýrari hætti samt er ótrúlega margt ókannað varðandi skaða út frá einstaka vímuefnum. Löggjöfin núna er að sjálfsögðu ekki fullkomin en hefur haldið niðri vímuefnaneyslu þrátt fyrir fjársvelti til þeirra sem eiga að halda uppi lögum og reglu.

Afrita slóð á umsögn

#19 Einar Ögmundsson - 31.01.2021

Ég er alfarið á móti því að breyta lögunum þannig að auðveldara sé að vera með vímuefni í umferð.

Afrita slóð á umsögn

#20 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - 31.01.2021

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Lyfjafræðingafélag Íslands - 31.01.2021

Hér í viðhengi er umsögn frá Lyfjafræðingafélagi Íslands.

Kv

Inga Lilý

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Björn Sævar Einarsson - 31.01.2021

Fyrir hönd IOGT á Íslandi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu - 02.02.2021

Sjá umsögn í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Afstaða - félag fanga á Íslandi - 02.02.2021

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#25 Barnaheill - 16.02.2021

Umsögn um áform um lagasetningu - afglæpavæðinga neysluskammta

Viðhengi