Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.1.–1.2.2021

2

Í vinnslu

  • 2.2.–16.9.2021

3

Samráði lokið

  • 17.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-16/2021

Birt: 20.1.2021

Fjöldi umsagna: 4

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Niðurstöður

Sjá niðurstöðuskjal.

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Lögð er til heimild sjóðsins til að úthluta sveitarfélögum sérstökum framlögum á árunum 2021 og 2022 vegna tiltekinna framkvæmda.

Nánari upplýsingar

Lagt er til að Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði heimilt á árunum 2021 og 2022 að úthluta samtals kr. 363 milljónum í sérstök framlög sem nema 50% af heildarkostnaði tiltekinna framkvæmda sem lúta að eftirtöldum verkefnum:

a. Úrbætur á aðgengi fatlaðs fólks að byggingum í eigu sveitarfélaga og byggingum í eigu annarra aðila þar sem um er að ræða samvinnuverkefni sveitarfélaga og einkaaðila.

b. Úrbætur þannig að biðstöðvar almenningssamgangna séu aðgengilegar öllu fötluðu fólki svo og útivistarsvæði og almenningsgarðar.

c. Úrbætur sem lúta að viðeigandi aðlögun á vinnustöðum fatlaðs fólks.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is