Samráð fyrirhugað 20.01.2021—01.02.2021
Til umsagnar 20.01.2021—01.02.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 01.02.2021
Niðurstöður birtar 17.09.2021

Drög að reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Mál nr. 16/2021 Birt: 20.01.2021 Síðast uppfært: 17.09.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Sjá niðurstöðuskjal.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 20.01.2021–01.02.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 17.09.2021.

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Lögð er til heimild sjóðsins til að úthluta sveitarfélögum sérstökum framlögum á árunum 2021 og 2022 vegna tiltekinna framkvæmda.

Lagt er til að Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði heimilt á árunum 2021 og 2022 að úthluta samtals kr. 363 milljónum í sérstök framlög sem nema 50% af heildarkostnaði tiltekinna framkvæmda sem lúta að eftirtöldum verkefnum:

a. Úrbætur á aðgengi fatlaðs fólks að byggingum í eigu sveitarfélaga og byggingum í eigu annarra aðila þar sem um er að ræða samvinnuverkefni sveitarfélaga og einkaaðila.

b. Úrbætur þannig að biðstöðvar almenningssamgangna séu aðgengilegar öllu fötluðu fólki svo og útivistarsvæði og almenningsgarðar.

c. Úrbætur sem lúta að viðeigandi aðlögun á vinnustöðum fatlaðs fólks.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landssamtökin Þroskahjálp - 27.01.2021

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Landssamtökin þroskahjálp vilja koma eftirfarandi á framfærandi varðandi reglugerðardrögin.

Í 1. mgr. 2. gr. draganna segir:

“Heimilt er að úthluta sveitarfélögum framlögum úr Fasteignasjóði til eftirfarandi verkefna á grundvelli umsóknar þeirra: …”

Samtökin telja mikilvægt og eðlilegt að rétt til að sækja um og fá framlög úr Fasteignasjóði hafi ekki einungis sveitarfélög heldur einnig félög sem byggja og/eða kaupa íbúðir sem leigðar eru fötluðu fólki og uppfylla skilyrði til að að fá stofnframlög samkvæmt lögum um almennar íbúðir og reglum sem settar eru samkvæmt þeim.

Í því sambandi benda samtökin einnig á að nokkurt ósamræmi virðist vera með framagreindu ákvæði og ákvæði c-liðar greinarinnar þar sem segir:

“Til stuðnings við nauðsynlegar endurbætur eða endurskipulagningar á eldra íbúðarhúsnæði fatlaðs fólks í eigu sveitarfélaga eða húsnæðis á vegum sjálfstæðra rekstraraðila.” (Undirstr. Þroskahj.)

Þá telja samtökin að skýra þurfi hvað átt er við með “vinnustöðum fatlaðs fólks” í c-lið 3. gr. reglugerðardraganna. Samtökin telja eðlilegt og mikilvægt að heimild Fasteignasjóðs til að úthluta fé til úrbóta nái til allra vinnustaða þar sem einn eða fleiri fatlaðir einstaklingar starfa, hvort sem um er að ræða vinnustaði sem reknir eru af opinberum aðilum eða um er að ræða vinnustaði sem tilheyra almennum vinnumarkaði.

Virðingarfyllst.

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar

Afrita slóð á umsögn

#2 Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra - 01.02.2021

Meðfylgjandi er umsögn Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Reykjavíkurborg - 01.02.2021

Umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Öryrkjabandalag Íslands - 01.02.2021

Meðfylgjandi er umsögn Öryrkjabandalags Íslands.

Viðhengi