Samráð fyrirhugað 22.01.2021—06.02.2021
Til umsagnar 22.01.2021—06.02.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 06.02.2021
Niðurstöður birtar

Reglugerð um Menntamálastofnun

Mál nr. 18/2021 Birt: 22.01.2021 Síðast uppfært: 10.02.2021
  • Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Leikskólar, grunnskólar, framhaldsfræðsla og stjórnsýsla mennta- og menningarmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (22.01.2021–06.02.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs Reglugerð um Menntamálastofnun í samræmi við heimild í lögum nr. 91/2015 um Menntamálastofnun.

Lög um Menntamálastofnun tóku gildi í júlí 2015. Í 8. gr. laganna er kveðið á um að ráðherra setji reglugerð þar sem kveðið er nánar á um framkvæmd þeirra.

Verkefnishópur í ráðuneytinu hefur unnið drög að reglugerð um nánari útfærslu á lögunum um Menntamálastofnun frá 2015.

Í reglugerðinni er m.a. fjallað nánar um hlutverk og verkefni stofnunarinnar, hlutverk ráðgjafarnefndar, samráð og tengsl stofnunar og hagsmunaaðila, fyrirkomulag samskipta ráðuneytis og stofnunar og hlutverk stofnunar gagnvart ráðuneyti. Reglugerðin er unnin í samráði við Menntamálastofnun.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Reykjavíkurborg - 05.02.2021

Eftirfarandi eru athugasemdir Reykjavíkurborgar:

Í 5. gr. draga að reglugerð um Menntamálastofnun kemur fram að Menntamálastofnun skuli sjá grunnskólanemum fyrir vönduðum námsgögnum sem uppfylla kröfur aðalnámskrár grunnskóla og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Stofnuninni er heimilt að sjá öðrum skólastigum fyrir námsgögnum eftir því sem ráðherra ákveður og fé er veitt til.

Bent er á mikilvægi þess að sama gildi um leikskólann og grunnskólann. Mikilvægt er að Menntamálastofnun víkki út verksvið sitt og þjóni leikskólanum, fyrsta skólastigi barnsins, með sama hætti og grunnskólanum. Í leikskólanum er ekki síður þörf fyrir góð námsgögn þar sem tekið er mið af nýjustu þekkingu og áhersla lögð á fjölbreyttan hóp og ólíkar þarfir barnanna.

Í 6. gr. draga að reglugerðinni er fjallað um náms- og gæðamat. Greinin er að mestu miðuð að grunnskólanum, mælingum og prófum og ytra mat nefnt án þess að leikskólinn sé tilgreindur. Ytra mat í leikskólum á vegum Menntamálastofununar þarf að efla þar sem mjög fáir leikskólar eru metnir árlega. Forsendur þróunar leikskóla er öflugt ytra og innra mat sem styrkir og stuðlar að umbótastarfi leikskólanna. Til að markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í leikskólum náist, til samræmis við 17. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008, er mikilvægt að samhliða ytra mati sveitarfélaga fjölgi Menntamálstofnun verulega leikskólum sem fá ytra mat stofnunarinnar.

Þá er á það bent að í drögum að reglugerð um Menntamálastofnun er ekki vikið að heimildum Menntamálastofnunar til vinnslu persónuupplýsinga. Lögð er áhersla á að bæði í lögum um Menntamálastofnun og reglugerð um stofnunina komi skýrt fram hvaða vinnsluheimildir eru til staðar, ekki síst út frá hagsmunum ábyrgðaraðila persónuupplýsinga í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Virðingarfyllst

Helgi Grímsson

sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Elsa María Rögnvaldsdóttir - 05.02.2021

Meðfylgjandi er umsögn Fagfélaganna fyrir hönd KLIPP -félag hársnyrtisveina, Matvís - matvæla og veitingafélag Íslands, Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn -Samband iðnfélaga og VM -félag vélstjóra og málmtæknimanna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Anna María Gunnarsdóttir - 05.02.2021

Meðfylgjandi er umsögn Kennarasambands Íslands um Reglugerð um Menntamálasofnun.

Virðingarfyllst fyrir hönd Kennarasambands Íslands.

Anna María Gunnarsdóttir, varformaður KÍ

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Alþýðusamband Íslands - 05.02.2021

Meðfylgjandi er umsögn Alþýðusambands Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samband íslenskra sveitarfélaga - 10.02.2021

Viðhengi