Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.1.–6.2.2021

2

Í vinnslu

  • 7.2.2021–12.3.2024

3

Samráði lokið

  • 13.3.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-18/2021

Birt: 22.1.2021

Fjöldi umsagna: 5

Drög að reglugerð

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Reglugerð um Menntamálastofnun

Niðurstöður

Ekki varð af setningu reglugerðarinnar. Við gildistöku laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, nr. 91/2023, þann 1. apríl 2024, verða lög um Menntamálastofnun felld úr gildi.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs Reglugerð um Menntamálastofnun í samræmi við heimild í lögum nr. 91/2015 um Menntamálastofnun.

Nánari upplýsingar

Lög um Menntamálastofnun tóku gildi í júlí 2015. Í 8. gr. laganna er kveðið á um að ráðherra setji reglugerð þar sem kveðið er nánar á um framkvæmd þeirra.

Verkefnishópur í ráðuneytinu hefur unnið drög að reglugerð um nánari útfærslu á lögunum um Menntamálastofnun frá 2015.

Í reglugerðinni er m.a. fjallað nánar um hlutverk og verkefni stofnunarinnar, hlutverk ráðgjafarnefndar, samráð og tengsl stofnunar og hagsmunaaðila, fyrirkomulag samskipta ráðuneytis og stofnunar og hlutverk stofnunar gagnvart ráðuneyti. Reglugerðin er unnin í samráði við Menntamálastofnun.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

mrn@mrn.is