Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.1.–10.2.2021

2

Í vinnslu

  • 11.2.–26.9.2021

3

Samráði lokið

  • 27.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-19/2021

Birt: 22.1.2021

Fjöldi umsagna: 19

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (málmeðferð virkjunarkosta í vindorku)

Niðurstöður

Niðurstaða málsins i stuttu máli; Alls bárust 19 umsagnir í Samráðsgátt. Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpinu í kjölfar umsagna. Í kaflanum um Samráð í greinargerð með frumvarpinu er gerð grein fyrir viðbrögðum við athugasemdum. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi vorið 2021 en varð ekki að lögum.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að breytingum á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun ásamt skilabréfi starfshóps þriggja ráðuneyta sem vann að tillögum um meðferð vindorku innan verndar- og orkunýtingaráætlunar.

Nánari upplýsingar

***** Samráðsfrestur hefur verið lengdur til 10. febrúar 2021 ******

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að „setja þurfi lög um vindorkuver ásamt því að vinna með sveitarfélögum leiðbeiningar um skipulagsákvarðanir og leyfisveitingar“.

Í lok árs 2019 var ákveðið að skipa sérstakan starfshóp þriggja ráðuneyta til að skoða frekar og vinna að mótuðum tillögum um hvernig best væri að haga málefnum vindorku sem orkunýtingarkosts hér á landi. Hópnum var m.a. falið að athuga hvort rétt væri að vindorka sætti annarri málsmeðferð innan rammaáætlunar en hinir hefðbundu orkunýtingarkostir skv. lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun) og þá hvernig það yrði best gert. Í hópnum sátu fulltrúar úr umhverfis- og auðlindaráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti ásamt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Í skýrslu starfshópsins eru lagðar til að gerðar verði tilteknar breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun með tilliti til málsmeðferðar og ferli vindorkumála í rammaáætlun. Þar er gerð tillaga að því að aðlaga lög 48/2911 betur að séreðli vindorkunnar með þeim hætti að landssvæði verði að meginstefnu til flokkað í þrjá flokka landssvæða með tilliti til hagnýtingar vindorku:

Flokkur 1. Mælt yrði fyrir um að ekki yrðu byggð vindorkuver á landssvæðum í þessum flokki og að stjórnvöldum væri óheimilt að veita leyfi fyrir slíkum virkjunarkostum eða taka þá til meðferðar.

Flokkur 2. Þar féllu undir svæði sem gætu í eðli sínu almennt verið viðkvæm fyrir uppbyggingu vindorkuvera eða annarri mannvirkjagerð, en virkjunarkostir í vindorku innan slíkra svæða gætu þó komið til greina að uppfylltum tilteknum skilyrðum, meginreglum og viðmiðum og að undangengnu mati verkefnisstjórnar rammaáætlunar.

Flokkur 3. Þar yrðu um að ræða landsvæði sem hvorki teldust falla í flokk 1 né í flokk 2. Ákvörðunarvald um framhald virkjunarkosta á svæði í flokki 3 yrði þá hjá sveitarfélagi og öðrum stjórnvöldum að uppfylltum almennum reglum og skipulagsgerð einstakra sveitarfélaga, lögbundnu umhverfismati o.s.frv.

Í tillögum starfshópsins er gert ráð fyrir að við mat á virkjunarkostum í vindorku innan rammaáætlunar verði horft til sérstakrar stefnumörkunar stjórnvalda, meginreglna og viðmiða sem sett yrði fram í formi tillögu til þingsályktunar. Í slíkri þingsályktunartillögu yrði annars vegar gerð grein fyrir þeim svæðum sem féllu undir svæði 1. og svæði 2. skv. frumvarpinu og hins vegar þeim meginsjónarmiðum sem fylgja þarf við skoðun og mat á vindorkukostum sem eru á svæðum í flokki 2.

Hér er í raun horft nokkuð til sambærilegrar hugmyndafræði og þróuð var í Skotlandi sem hefur hins vegar verið aðlöguð að íslenskum aðstæðum. Drög að stefnumörkun stjórnvalda sem lögð er til í skýrslu starfshópsins og gert er ráð fyrir í frumvarpi til breytinga á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun liggur fyrir og er hluti af þeim gögnum sem fylgja með frumvarpsdrögunum.

Ein af helstu breytingunum sem lagðar eru til felast í málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku vegna þess séreðlis vindorkunnar að hún er hvorki staðbundin, né takmörkuð að eðli eða umfangi, eins og hinir hefðbundnu virkjunarkostir í vatnsafli og jarðvarma.

Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir að málsmeðferð rammaáætlunar byggist á skoðun á tilgangi og markmiðum þess að svæðið er flokkað sem viðkvæmt svæði í flokki 2 og ef sú skoðun leiðir í ljós að vindorkukostur verði ekki talinn raska slíkum tilgangi þá verði heimilt að halda áfram með slíkt mál á stjórnsýslustigi að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa landgæða

postur@uar.is