Engar athugasemdir bárust við drögin og var endanleg reglugerð birt í B-deild Stjórnartíðinda 28. maí 2021.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 25.01.2021–03.02.2021.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.06.2021.
Umsagna er óskað um drög að reglugerð um breytingar á reglugerð nr. 1174/2012, vegna ákvörðunar um hámarksálag á einingarverð reikisímtala innan EES sem eru umfram eðlilega notkun, fyrir árið 2021.
Um reikisímtöl í farsíma gildir sú meginregla að engin reikigjöld eru lögð á símanotkun sem á sér stað á venjulegum ferðalögum innan EES (e. roam like home). Fjarskiptafyrirtæki geta samkvæmt EES-reglum lagt álag á einingarverð reikisímtala vegna þeirra símtala sem eru umfram eðlilega notkun (e. fair use policy). Árlega ákvarðar framkvæmdastjórn ESB hámark slíkrar álagningar (hámarksálag), á nánar skilgreindum reikniforsendum og að fenginni umsögn frá evrópskum hópi eftirlitsaðila á sviði fjarskipta (BEREC).
Samkvæmt framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2082 frá 14. desember 2020, um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma í Sambandinu og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/2116, skal hámarksálag fyrir árið 2021 á einingarverð reikisímtala vegna símtala sem eru umfram eðlilega notkun vera 0,0076 evrur fyrir hverja mínútu (lækkun um 0,0003 evrur frá fyrra ári).
Fyrirhuguð er upptaka framkvæmdarreglugerðarinnar í EES-samninginn og í drögum þessum að reglugerð, um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins m.áo.br., lagt til að hún verði innleidd í landsrétt. Lagt er til að felldar verði úr gildi fyrri breytingareglugerðir sama efnis.