Samráð fyrirhugað 26.01.2021—09.02.2021
Til umsagnar 26.01.2021—09.02.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 09.02.2021
Niðurstöður birtar

Landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu

Mál nr. 21/2021 Birt: 26.01.2021 Síðast uppfært: 11.02.2021
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
  • Sjúkrahúsþjónusta
  • Háskólastig
  • Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
  • Framhaldsskólastig
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (26.01.2021–09.02.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Með þingsályktunartillögunni leggur heilbrigðisráðherra til að sett verði á stofn þverfaglegt landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu. Landsráðinu er ætlað að vera ráðgefandi starfseining sem vinnur að undirbúningi ákvarðana fyrir heilbrigðisráðherra á sviði mönnunar og menntunar í heilbrigðisþjónustu.

Með þingsályktunartillögunni leggur heilbrigðisráðherra til að sett verði á stofn þverfaglegt landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu. Landsráðinu er ætlað að vera ráðgefandi starfseining sem vinnur að undirbúningi ákvarðana fyrir heilbrigðisráðherra á sviði mönnunar og menntunar í heilbrigðisþjónustu. Með þessu fyrirkomulagi er ætlunin að tryggja að nægur fjöldi hæfs starfsfólks verði innan heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar og menntun fullnægi þörfum hverju sinni. Þá skulu koma að landsráðinu aðilar úr heilbrigðisþjónustunni, menntasamfélaginu og vísindasamfélaginu með það að markmiði að tryggja viðeigandi færni, þekkingu og þróun innan heilbrigðisþjónustunnar hverju sinni. Landsráðinu er einnig ætlað að vera samráðsvettvangur um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu og að hafa virkt samráð við aðila tengda heilbrigðisþjónustu, þ.e. sjúklinga, sjúklingasamtök, fagfélög og aðra hagsmunaaðila. Brýnt er að við stefnumótun og vinnu við aðgerðir tengdar mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu að hagsmunaaðilar fái tækifæri til að taka þátt í þeirri vinnu þannig að sem mest sátt ríki innan heilbrigðisþjónustunnar um bæði kröfur til fagþekkingar hinna ýmsu heilbrigðisstétta sem og um með hvaða hætti best er að tryggja fullnægjandi mönnun á hverjum tíma.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Unnur Pétursdóttir - 05.02.2021

Meðfylgjandi er umsögn Félags sjúkraþjálfara.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Pétur Helgason - 05.02.2021

Langaði að koma á framfæri að ein heilbrigðisstétt er iðulega gleymdi í umræðu um heilbrigðismál. Er það því ósk mín að löggiltir stoðtækjafræðingar verði með í upptalningu starfsstétta hér eftir. Auk þess að vettvangur um heilbrigðisþjónustu stoðtækjafræðinga verði álíka og er á Norðurlöndum.

Afrita slóð á umsögn

#3 Sólveig Ása Árnadóttir - 08.02.2021

Námsbraut í sjúkraþjálfun við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands fagnar áformum um stofnun landsráðs um mönnun og menntun starfsfólks í heilbrigðisþjónustu. Við erum sammála því að hér stefni í mikilvægt framfararskref við skipulagningu framtíðaruppbyggingar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Námsbraut í sjúkraþjálfun er tilbúin til samvinnu við þetta verkefni, þegar landsráðið kallar eftir virku samráði við mennta- og vísindasamfélagið.

F.h.

Námsbrautar í sjúkraþjálfun, Heilbrigðisvísindasviði, Háskóla Íslands.

Dr. Sólveig Ása Árnadóttir, dósent í sjúkraþjálfun

Afrita slóð á umsögn

#4 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 09.02.2021

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka heilbrigðisfyrirtækja (SH) um drög að þingsályktunartillögu um stofnun landsráðs um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Landssamband slökkvilið/sjúkrfl - 09.02.2021

Stjórn fagdeildar sjúkraflutninga Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fagna þessari þingsályktunartillögu og vill um leið minna á og bjóða fram krafta okkar unga en ört vaxandi hóps innan heilbrigðiskerfisins.

Utanspítalaþjónustan er öflugur burðarliður í heilbrigðiskerfum nágrannaþjóða okkar og ekki af ástæðulausu, fjárhagsleg hagræðing fyrir heilbrigðiskerfið og bætt þjónusta við skjólstæðinga eru afraksturinn.

Við teljum að þessu megi einnig koma við hérlendis með öflugri menntun og mönnun í heilbrigðistþjónustu utan spítala.

F.h.

Stjórnar fagdeildar sjúkraflutninga

Landsambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna

Arnar Páll Gíslason

B.Sc. Paramedicine

Afrita slóð á umsögn

#6 Steinunn Jóhanna Bergmann - 09.02.2021

Meðfylgjandi er umsögn Félagsráðgjafafélags Íslands og Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands - 11.02.2021

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Embætti landlæknis - 11.02.2021

Viðhengi