Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.1.–9.2.2021

2

Í vinnslu

  • 10.2.–28.11.2021

3

Samráði lokið

  • 29.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-21/2021

Birt: 26.1.2021

Fjöldi umsagna: 8

Annað

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu

Niðurstöður

Málið var ekki lagt fram á þingi eins og til stóð samkvæmt þingmálaskrá. Í maí 2021 stofnaði heilbrigðisráðherra landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu án aðkomu Alþingis. Sjá nánar um stofnun landsráðs á veg heilbrigðisráðuneytisins, hrn.is.

Málsefni

Með þingsályktunartillögunni leggur heilbrigðisráðherra til að sett verði á stofn þverfaglegt landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu. Landsráðinu er ætlað að vera ráðgefandi starfseining sem vinnur að undirbúningi ákvarðana fyrir heilbrigðisráðherra á sviði mönnunar og menntunar í heilbrigðisþjónustu.

Nánari upplýsingar

Með þingsályktunartillögunni leggur heilbrigðisráðherra til að sett verði á stofn þverfaglegt landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu. Landsráðinu er ætlað að vera ráðgefandi starfseining sem vinnur að undirbúningi ákvarðana fyrir heilbrigðisráðherra á sviði mönnunar og menntunar í heilbrigðisþjónustu. Með þessu fyrirkomulagi er ætlunin að tryggja að nægur fjöldi hæfs starfsfólks verði innan heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar og menntun fullnægi þörfum hverju sinni. Þá skulu koma að landsráðinu aðilar úr heilbrigðisþjónustunni, menntasamfélaginu og vísindasamfélaginu með það að markmiði að tryggja viðeigandi færni, þekkingu og þróun innan heilbrigðisþjónustunnar hverju sinni. Landsráðinu er einnig ætlað að vera samráðsvettvangur um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu og að hafa virkt samráð við aðila tengda heilbrigðisþjónustu, þ.e. sjúklinga, sjúklingasamtök, fagfélög og aðra hagsmunaaðila. Brýnt er að við stefnumótun og vinnu við aðgerðir tengdar mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu að hagsmunaaðilar fái tækifæri til að taka þátt í þeirri vinnu þannig að sem mest sátt ríki innan heilbrigðisþjónustunnar um bæði kröfur til fagþekkingar hinna ýmsu heilbrigðisstétta sem og um með hvaða hætti best er að tryggja fullnægjandi mönnun á hverjum tíma.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Heilbrigðisráðuneytið

hrn@hrn.is