Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.1.–5.2.2021

2

Í vinnslu

  • 6.2.–25.11.2021

3

Samráði lokið

  • 26.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-23/2021

Birt: 29.1.2021

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um fullnustu refsinga nr. 15/2016.

Niðurstöður

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 4. mars 2021 og var samþykkt sem lög frá Alþingi 13. júní 2021. Lögin voru birt 9. júlí 2021 í Stjórnartíðindum og tóku gildi 14. júní 2021.

Málsefni

Lagðar eru til breytingar á lögunum með það að markmiði að stytta biðtíma hjá Fangelsismálastofnun.

Nánari upplýsingar

Meginmarkmið frumvarpsins er að stytta boðunarlista en það er listi yfir þá einstaklinga sem bíða fullnustu refsingar hjá Fangelsismálastofnun. Dómþolum á þeim lista hefur fjölgað umtalsvert síðustu ár. Það gerir það að verkum að meðalbiðtími eftir afplánun hefur lengst og að fyrningum óskilorðsbundinna dóma hefur fjölgað. Dómsmálaráðherra skipaði starfshóp vorið 2020 sem hafði það hlutverk að móta tillögur sem miða að því að stytta boðunarlista og skilaði hópurinn skýrslu í júní sama ár. Með frumvarpinu er brugðist við tillögum úr skýrslunni hvað varðar reynslulausn og samfélagsþjónustu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneytið

postur@dmr.is