Samráð fyrirhugað 29.01.2021—05.02.2021
Til umsagnar 29.01.2021—05.02.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 05.02.2021
Niðurstöður birtar 26.11.2021

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um fullnustu refsinga nr. 15/2016.

Mál nr. 23/2021 Birt: 29.01.2021 Síðast uppfært: 26.11.2021
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Almanna- og réttaröryggi

Niðurstöður birtar

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 4. mars 2021 og var samþykkt sem lög frá Alþingi 13. júní 2021. Lögin voru birt 9. júlí 2021 í Stjórnartíðindum og tóku gildi 14. júní 2021.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 29.01.2021–05.02.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 26.11.2021.

Málsefni

Lagðar eru til breytingar á lögunum með það að markmiði að stytta biðtíma hjá Fangelsismálastofnun.

Meginmarkmið frumvarpsins er að stytta boðunarlista en það er listi yfir þá einstaklinga sem bíða fullnustu refsingar hjá Fangelsismálastofnun. Dómþolum á þeim lista hefur fjölgað umtalsvert síðustu ár. Það gerir það að verkum að meðalbiðtími eftir afplánun hefur lengst og að fyrningum óskilorðsbundinna dóma hefur fjölgað. Dómsmálaráðherra skipaði starfshóp vorið 2020 sem hafði það hlutverk að móta tillögur sem miða að því að stytta boðunarlista og skilaði hópurinn skýrslu í júní sama ár. Með frumvarpinu er brugðist við tillögum úr skýrslunni hvað varðar reynslulausn og samfélagsþjónustu.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Afstaða til ábyrgðar - 05.02.2021

Afstaða telur að frumvarpið sé gott og gilt og fagnar lengingu samfélagþjónustu. Félagið telur þó erfitt að átta sig á því hvað máli 5 eða 10 daga frádráttur skipti varðandi veitingu reynslulausnar að öðru leyti en að skapa réttaróvissu og ójafnræði. Ekki er um að ræða hlutfallsreglu, heldur fasta dagafjöld, sem táknar að föngum sé mismunað á grundvelli lengdar dæmdrar fangavistar. Með því telur Afstaða að fallið sé í sömu gryfju og fyrir er í 2. mgr. 80. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 þar sem föngum er mismunað á grundvelli brotaflokka án frekari rökstuðnings.

Skorað er á stjórnvöld að lesa erindi þetta til hlítar og kynna sér þá mannréttindadóma sem vísað er til. Afstaða telur að áframhaldandi framkvæmd reynslulausnar verði íslenska ríkinu til minnkunar. Sjá fulla umsögn í viðhengi

Félagið er að sjálfsögðu tilbúið til þess að senda fulltrúa í viðræður um þetta frumvarp eins og allt annað sem viðkemur fangelsismálum.

F.h. Afstöðu, félags fanga á Íslandi

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður

Viðhengi