Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.1.–11.2.2021

2

Í vinnslu

  • 12.–17.2.2021

3

Samráði lokið

  • 18.2.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-26/2021

Birt: 29.1.2021

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Forsætisráðuneytið

Umhverfismál

Forkaupsréttur að landi, vernd náttúru og menningararfs

Niðurstöður

Umsögn barst frá Orkustofnun um fyrirhugaðar lagabreytingar og er umfjöllun um efni hennar og viðbrögð forsætisráðuneytisins að finna í hjálögðu niðurstöðuskjali.

Málsefni

Áformað er að breyta lögum sem fjalla um vernd náttúru og menningararfs þjóðarinnar. Kveðið verði á um heimildir fyrir opinbera aðila til að beita forkaupsrétti að landi þegar sjónarmið um verndun náttúru eða menningararfs kalla á slíkt inngrip, svo unnt sé að stýra þar aðgengi, nýtingu og uppbyggingu innviða.

Nánari upplýsingar

Gert er ráð fyrir að forkaupsréttarákvæði laga um náttúruvernd, nr. 60/2013, verði breytt og þá annað hvort þannig að víkka út gildandi forkaupsrétt eða mæla fyrir um forkaupsrétt opinberra aðila í nýrri lagagrein. Þá er ætlunin að setja forkaupsréttarákvæði í lög um menningarminjar, nr. 80/2012. Rökin fyrir þessari fyrirætlan er að telja verður að beiting forkaupsréttar sé mjög tengd öðrum úrræðum sem mælt er fyrir um á viðkomandi lagasviði sem og þeim markmiðum og tilgangi sem sú löggjöf byggir á. Verður að telja að setning heildarlaga um forkaupsrétt næði ekki að fanga slíkar heimildir og sjónarmið með fullnægjandi hætti ef þau væru í sérstæðum lögum.

Unnið er að málinu á vegum stýrihóps um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir, sem skipaður er fulltrúm frá sex ráðuneytum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Byggðastofnun, Skipulagsstofnun og Þjóðskrá Íslands, auk tveggja óháðra sérfræðinga á sviði lögfræði.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (3)

Umsjónaraðili

Skrifstofa löggjafarmála

for@for.is