Samráð fyrirhugað 29.01.2021—11.02.2021
Til umsagnar 29.01.2021—11.02.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 11.02.2021
Niðurstöður birtar

Óskipt sameign að jörðum, reglur um ákvörðunartöku o.fl.

Mál nr. 27/2021 Birt: 29.01.2021
  • Forsætisráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (29.01.2021–11.02.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Áformað er að lögfesta reglur varðandi sameign að jörðum, einkum í því skyni að auðvelda ákvörðunartöku sameigenda en einnig til þess að skapa úrræði til að koma í veg fyrir að sameigendum fjölgi. Slíkar ráðstafanir eru til þess fallnar að tryggja betri nýtingu lands og leysa úr ágreiningi.

Óskipt sameign, einnig nefnd sérstök sameign, felur í sér að tveir eða fleiri eru samtímis eigendur að tiltekinn eign í ákveðnum hlutföllum. Þannig gætu t.d. fjögur systkini hafa erft jörð foreldra sinna og hvert þeirra eignast 25%. Almennar réttarreglur um þetta efni eru að mestu óskráðar meginreglur og ekki um allt skýrar. Í ýmsum lagabálkum er þó að finna ákvæði er lúta að ráðstöfun og hagnýtingu tiltekinna fasteigna og fasteignatengdra hlunninda í óskiptri sameign, sbr. t.d. lög um fjöleignarhús nr. 26/1994, og lög um lax- og silungsveiði nr. 61/2006. Að því er varðar óskipta sameign að landi eru hins vegar ekki að ráði fyrir hendi almennar skráðar reglur sem greiða fyrir samskiptum og ákvörðunartöku.

Engar hömlur eru á því hversu margir sameigendur geta orðið og þekkt eru dæmi þess að sameigendur að jörð séu yfir hundrað talsins, þar á meðal félög og/eða dánarbú. Erfitt getur reynst að hafa uppi á öllum sameigendum, halda fundi til að ræða málefni sem tengjast sameigninni og taka bindandi ákvarðanir varðandi ráðstöfun eða hagnýtingu, t.a.m. hvernig haga beri viðhaldi og endurbótum.

Unnið er að málinu á vegum stýrihóps um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir, sem skipaður er fulltrúm frá sex ráðuneytum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Byggðastofnun, Skipulagsstofnun og Þjóðskrá Íslands, auk tveggja óháðra sérfræðinga á sviði lögfræði.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Umhverfisstofnun - 11.02.2021

Hjálagt er umsögn Umhverfisstofnunar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 11.02.2021

Umsögn Sýslumannafélags Íslands, dags. 11. febrúar 2021 um mál nr. 27 og 28/2021.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Hörður Einarsson - 11.02.2021

Athugasemdir við áform um lagasetningu um óskipta sameign.

1. Of mikið er úr því gert í áformaskjalinu, að lagareglur um óskipta sameign séu óskýrar. Að áliti undirritaðs eru þær, þvert á móti, skýrar. Þær hafa mótazt á löngum tíma í framkvæmd, skýringum fræðimanna, innlendra sem erlendra, sem og í dómaframkvæmd. Hitt er annað mál, að það eru ekki allir, sem telja reglurnar henta sér, og af því virðist þetta mál vera sprottið.

2. Ekki hafa verið áberandi kröfur í þjóðfélaginu almennt um breytingu á reglunum um óskipta sameign. Það er því engin þjóðfélagsleg nauðsyn, sem knýr á um það, að ráðizt sé í breytingar á almennum lagareglum á þessu sviði.

3. Þeir, sem nú eru eigendur að eignum í óskiptri sameign, vita að hverju þeir ganga. Þeir hafa gengið að núgildandi lagareglum. Það er varhugavert að láta nokkrar frekjur, sem vilja í reynd ráða meiru en réttindi þeirra standa til, ráða því, að fiktað sé í traustum og eðlilegum lagareglum, sem varða grundvallarréttindi borgaranna. Frekjur, sem vilja komast í annarra manna eignir fyrir lítið eða ekkert, helzt ekkert, eru þjóðfélagslegt vandamál, ekki núverandi lagareglur um óskipta sameign.

4. Að því er snýr að friðlýsingarferli samkvæmt náttúruverndarlögum, er einfaldast að einbeita lagasetningaráformum að því efni sérstaklega. Það er ærið verkefni, sem mikilvægt er, að vel takist. Örugglega nægilegt verkefni í þessari lotu. Ástæðulaust að láta aðrar hugmyndir og hagsmuni trufla þá vinnu.

5. Því er lagt til, að mál þetta verði lagt til hliðar að öðru leyti en því, að treystar verði heimildir til friðlýsingar samkvæmt náttúruverndarlögum.

Hörður Einarsson.

Afrita slóð á umsögn

#4 Bændasamtök Íslands - 17.02.2021

Sjá viðhengi

Viðhengi