Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.1.–11.2.2021

2

Í vinnslu

  • 12.2.2021–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-27/2021

Birt: 29.1.2021

Fjöldi umsagna: 4

Áform um lagasetningu

Forsætisráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Óskipt sameign að jörðum, reglur um ákvörðunartöku o.fl.

Málsefni

Áformað er að lögfesta reglur varðandi sameign að jörðum, einkum í því skyni að auðvelda ákvörðunartöku sameigenda en einnig til þess að skapa úrræði til að koma í veg fyrir að sameigendum fjölgi. Slíkar ráðstafanir eru til þess fallnar að tryggja betri nýtingu lands og leysa úr ágreiningi.

Nánari upplýsingar

Óskipt sameign, einnig nefnd sérstök sameign, felur í sér að tveir eða fleiri eru samtímis eigendur að tiltekinn eign í ákveðnum hlutföllum. Þannig gætu t.d. fjögur systkini hafa erft jörð foreldra sinna og hvert þeirra eignast 25%. Almennar réttarreglur um þetta efni eru að mestu óskráðar meginreglur og ekki um allt skýrar. Í ýmsum lagabálkum er þó að finna ákvæði er lúta að ráðstöfun og hagnýtingu tiltekinna fasteigna og fasteignatengdra hlunninda í óskiptri sameign, sbr. t.d. lög um fjöleignarhús nr. 26/1994, og lög um lax- og silungsveiði nr. 61/2006. Að því er varðar óskipta sameign að landi eru hins vegar ekki að ráði fyrir hendi almennar skráðar reglur sem greiða fyrir samskiptum og ákvörðunartöku.

Engar hömlur eru á því hversu margir sameigendur geta orðið og þekkt eru dæmi þess að sameigendur að jörð séu yfir hundrað talsins, þar á meðal félög og/eða dánarbú. Erfitt getur reynst að hafa uppi á öllum sameigendum, halda fundi til að ræða málefni sem tengjast sameigninni og taka bindandi ákvarðanir varðandi ráðstöfun eða hagnýtingu, t.a.m. hvernig haga beri viðhaldi og endurbótum.

Unnið er að málinu á vegum stýrihóps um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir, sem skipaður er fulltrúm frá sex ráðuneytum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Byggðastofnun, Skipulagsstofnun og Þjóðskrá Íslands, auk tveggja óháðra sérfræðinga á sviði lögfræði.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (3)

Umsjónaraðili

Skrifstofa löggjafarmála

for@for.is