Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.1.–11.2.2021

2

Í vinnslu

  • 12.2.–29.3.2021

3

Samráði lokið

  • 30.3.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-28/2021

Birt: 29.1.2021

Fjöldi umsagna: 4

Áform um lagasetningu

Forsætisráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Endurskoðun laga um landamerki o.fl. (lagasamræming)

Niðurstöður

Umsagnaraðilar voru sammála um þörf á uppfærðum reglum varðandi afmörkun fasteigna innan og utan þéttbýlis og settu fram ábendingar í því efni. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali um niðurstöðu samráðsins og í máli nr. 91/2021 (frumvarpsdrög).

Málsefni

Áformað er að skapa heildstæðan og skýran farveg fyrir nútímalega skráningu landamerkja að einkarétti. Gildandi löggjöf veitir ekki fullnægjandi leiðbeiningar og framkvæmd er ekki samræmd. Líta þarf til reglna um Landeignaskrá Þjóðskrár Íslands sem gildi tóku sl. sumar.

Nánari upplýsingar

Á nítjándu öld voru fyrst sett lög um landamerki sem mæltu fyrir um skyldu manna til að skrá merki jarða og færa í sérstakar landamerkjabækur hjá sýslumanni. Sú skylda er enn til staðar í gildandi lögum um landamerki, nr. 41/1919. Mikill fjöldi landamerkjalýsinga var gerður í kjölfar þessarar löggjafar og innfærður í landamerkjabækur sýslumanna. Þörf er á að skrá slík merki með nútímalegri hætti.

Í gildandi lögum er ekki að finna fullnægjandi leiðbeiningar til landeigenda um uppfærslu landamerkja til nútímahorfs og framkvæmd sýslumanna og sveitarfélaga er ekki samræmd. Nægir í því sambandi að nefna framkvæmd mælinga og framsetningu þeirra. Núverandi tilhögun hefur í för með sér ósamræmi í mælingum og framsetningu merkja auk þess sem hvorki er tryggt að leitað sé staðfestingar sveitarfélaga né að skráning rati í Landeignaskrá Þjóðskrár Íslands. Þörf er á að skapa heildstæðan og skýran farveg fyrir skráningu landamerkja að einkarétti og stuðla að því að landeigendur geti sem best sjálfir uppfært landamerki sín með nútímalegum hætti.

Með lögum nr. 85/2020 voru gerðar breytingar á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, sem m.a. hafa í för með sér að Þjóðskrá Íslands annast svokallaða landeignaskrá, skráningar- og upplýsingakerfi sem m.a. geymir upplýsingar um eignamörk lands á samræmdum kortagrunni. Jafnframt er gert ráð fyrir að sett verði reglugerð um framkvæmd og framsetningu mælinga.

Unnið er að málinu á vegum stýrihóps um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir, sem skipaður er fulltrúm frá sex ráðuneytum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Byggðastofnun, Skipulagsstofnun og Þjóðskrá Íslands, auk tveggja óháðra sérfræðinga á sviði lögfræði.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (3)

Umsjónaraðili

Skrifstofa löggjafarmála

for@for.is