Samráð fyrirhugað 29.01.2021—08.02.2021
Til umsagnar 29.01.2021—08.02.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 08.02.2021
Niðurstöður birtar 23.11.2021

Almannavarnir

Mál nr. 29/2021 Birt: 29.01.2021 Síðast uppfært: 23.11.2021
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Almanna- og réttaröryggi

Niðurstöður birtar

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 18. mars 2021 og fór til allsherjar- og menntamálanefndar en var ekki afgreitt.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 29.01.2021–08.02.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 23.11.2021.

Málsefni

Núgildandi lög um almannavarnir tóku gildi í júní 2008 og hafa tekið litlum efnislegum breytingum síðan þá. Talsvert hefur reynt á gildandi lög og það fyrirkomulag sem kveðið er á um í lögunum þegar almannavarnarástand skapast og almannavarnarstigi er lýst yfir af ríkislögreglustjóra. Með frumvarpi þessu er leitast við að efla almannavarnir og skýra lagagrunn málaflokksins.

Í frumvarpinu er skerpt á hugtökum á sviði almannavarna til að skilgreina betur hvenær valdheimildir almannavarnayfirvalda eru virkjaðar og jafnframt gerðar hugtakabreytingar til að skerpa skilin á milli hlutverks almannavarnayfirvalda og þjóðaröryggisráðs. Kveðið er á um mismunandi almannavarnastig en þau virkja ákveðnar valdheimildir og þykir því rétt að ákvæði séu um þau í lögum en ekki eingöngu í reglugerð. Einnig er mælt fyrir um nýtt fyrirkomulag rýni aðgerða vegna almannavarnaástands og að rannsóknarnefnd almannavarna verði lögð niður. Þá er lagt til að bráðabirgðaákvæði II um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna á hættustund verði varanleg heimild og gerðar breytingar til að skerpa á hlutverki lögreglustjóra við gerð viðbragðsáætlana og könnun áfallaþols. Einnig er sett inn heimildarákvæði fyrir ráðherra til að setja reglur um móttöku erlendra björgunarsveita og kveðið á um að ríkislögreglustjóri geti að fengnu samþykki ráðherra kallað eftir aðstoð erlends hjálparliðs þegar almannavarnaástand ríkir.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Herdís Sigurjónsdóttir - 08.02.2021

Umsögn Rannsóknarnefndar almannavarna um frumvarp dómsmálaráðherra um lög um almannavarnir nr. 82 frá 2008 með síðari breytingum.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 08.02.2021

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

f.h. sambandsins

Valgerður Rún

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Rauði krossinn á Íslandi - 08.02.2021

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Slysavarnafélagið Landsbjörg - 08.02.2021

Umsögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Viðhengi