Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.1.–8.2.2021

2

Í vinnslu

  • 9.2.–22.11.2021

3

Samráði lokið

  • 23.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-29/2021

Birt: 29.1.2021

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Almannavarnir

Niðurstöður

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 18. mars 2021 og fór til allsherjar- og menntamálanefndar en var ekki afgreitt.

Málsefni

Núgildandi lög um almannavarnir tóku gildi í júní 2008 og hafa tekið litlum efnislegum breytingum síðan þá. Talsvert hefur reynt á gildandi lög og það fyrirkomulag sem kveðið er á um í lögunum þegar almannavarnarástand skapast og almannavarnarstigi er lýst yfir af ríkislögreglustjóra. Með frumvarpi þessu er leitast við að efla almannavarnir og skýra lagagrunn málaflokksins.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu er skerpt á hugtökum á sviði almannavarna til að skilgreina betur hvenær valdheimildir almannavarnayfirvalda eru virkjaðar og jafnframt gerðar hugtakabreytingar til að skerpa skilin á milli hlutverks almannavarnayfirvalda og þjóðaröryggisráðs. Kveðið er á um mismunandi almannavarnastig en þau virkja ákveðnar valdheimildir og þykir því rétt að ákvæði séu um þau í lögum en ekki eingöngu í reglugerð. Einnig er mælt fyrir um nýtt fyrirkomulag rýni aðgerða vegna almannavarnaástands og að rannsóknarnefnd almannavarna verði lögð niður. Þá er lagt til að bráðabirgðaákvæði II um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna á hættustund verði varanleg heimild og gerðar breytingar til að skerpa á hlutverki lögreglustjóra við gerð viðbragðsáætlana og könnun áfallaþols. Einnig er sett inn heimildarákvæði fyrir ráðherra til að setja reglur um móttöku erlendra björgunarsveita og kveðið á um að ríkislögreglustjóri geti að fengnu samþykki ráðherra kallað eftir aðstoð erlends hjálparliðs þegar almannavarnaástand ríkir.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa almanna- og réttaröryggis

postur@dmr.is