Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–16.3.2018

2

Í vinnslu

  • 17.3.–25.11.2018

3

Samráði lokið

  • 26.11.2018

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-29/2018

Birt: 8.3.2018

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Ferðaþjónusta

Frumvarp til laga um Ferðamálastofu, ferðamálaráð og leyfisveitingar í ferðaþjónustu

Niðurstöður

Frumvarpið varð að lögum nr. 96/2018. Niðurstöður samráðs: Athugasemdir bárust ráðuneytinu frá Samtökum ferðaþjónustunnar og var tekið tillit til þeirra, svo sem varðandi nánari skýringar á hugtökum í frumvarpinu og greinarmun á ábyrgðartryggingum og tryggingum á grundvelli laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.

Málsefni

Hér er um að ræða drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Ferðamálastofu, ferðamálaráð og leyfisveitingar í ferðaþjónustu. Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun laga um skipan ferðamála, nr. 73/2005, og munu þau lög falla úr gildi verði frumvarpið að lögum.

Nánari upplýsingar

Hér er um að ræða drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Ferðamálastofu, ferðamálaráð og leyfisveitingar í ferðaþjónustu. Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun laga um skipan ferðamála, nr. 73/2005, og munu þau lög falla úr gildi verði frumvarpið að lögum. Frumvarpið felur í sér skýrari afmörkum á verkefnum Ferðamálastofu, breytt hlutverk ferðamálaráðs, breyttar skilgreiningar sem tengjast innleiðingu á tilskipun um pakkaferðir, kröfur til ferðaþjónustuaðila um öryggisáætlanir og skilvirkari þvingunarúrræði Ferðamálastofu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa ferðamála

brynhildur.palmarsdottir@anr.is