Samráð fyrirhugað 01.02.2021—16.02.2021
Til umsagnar 01.02.2021—16.02.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 16.02.2021
Niðurstöður birtar

Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs)

Mál nr. 31/2021 Birt: 01.02.2021 Síðast uppfært: 18.02.2021
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Leikskólar, grunnskólar, starfsnám og stjórnsýsla mennta- og menningarmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (01.02.2021–16.02.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst lögfesta heimild til að endurnýja vottorð, t.d. starfsmanna menntastofnana. Í dag er eingöngu heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá við ráðningu.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst lögfesta heimild til að endurnýja vottorð, t.d. starfsmanna menntastofnana. Í dag er eingöngu heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá við ráðningu. Með lagabreytingunni er stefnt að því að stuðla að auknu öryggi barna og ungmenna með því að fá vinnuveitendum heimild til að kalla eftir upplýsingum eftir að ráðningarsamband hefst. Um er að ræða tillögu sem barst frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Markmið fyrirhugaðra breytinga er að vernda börn og ungmenni með því að tryggja skýra lagaheimild um að heimilt sé að afla sakavottorðs eftir að ráðningasamband hefst. Með því er komið í veg fyrir að það fari fram hjá vinnuveitanda ef starfsmaður brýtur af sér eftir að hann hefur störf.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Reykjavíkurborg - 16.02.2021

Meðfylgjandi er umsögn Reykjavíkurborgar vegna málsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 23.02.2021

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um áformaskjalið.

F.h. sambandsins

Guðjón Bragason

Viðhengi