Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–19.2.2021

2

Í vinnslu

  • 20.2.–19.7.2021

3

Samráði lokið

  • 20.7.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-33/2021

Birt: 3.2.2021

Fjöldi umsagna: 4

Annað

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Tillögur að breytingu á aðalnámskrá leikskóla

Niðurstöður

Niðurstöður samráðs meðfylgjandi

Málsefni

Mikilvægt er að aðalnámskrá leikskóla taki mið af þörfum barna með annað móðurmál en íslensku, því óskar mennta- og menningarmálaráðuneyti eftir umsögnum um tillögu að breytingu á gildandi aðalnámskrá leikskóla frá 2011.

Nánari upplýsingar

Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskar eftir umsögnum um tillögu að breytingu á gildandi aðalnámskrá leikskóla frá 2011. Um er að ræða afmarkaðar breytingar er snúa að börnum með annað móðurmál en íslensku og fjöltyngd börnum. Að beiðni mennta- og menningarmálaráðherra vann Menntamálastofnun í samstarfi við hagsmunaaðila tillögur að breytingum með það að markmiði að tryggja börnum með annað móðurmál en íslensku og öðrum fjöltyngdum börnum betri menntun sem undirbýr þau undir önnur skólastig og virka þátttöku í samfélaginu. Aðrar breytingar á aðalnámskrá leikskóla svo sem vegna menntastefnu til ársins 2030 geta komið til greina en þær liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Fjöltyngdum leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku hefur fjölgað umtalsvert frá því aðalnámskrá leikskóla tók gildi árið 2011. Sú samfélagsbreyting kallar á þau viðbrögð í skólakerfinu sem hér eru lögð til. Mikilvægt er að leikskólar mæti þörfum barna með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Ávinningur af því að jafna stöðu þeirra gagnvart þeim sem eiga íslensku að móðurmáli er mikill, bæði fyrir einstaklinga sem í hlut eiga og samfélagið í heild.

Tilefni breytinganna er mótun menntastefnu til ársins 2030 á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis. Í henni er áhersla lögð á að veita framúrskarandi menntun með þekkingu, þrautseigju, hugrekki og hamingju að leiðarljósi í umhverfi þar sem allir skipta máli og geta lært.

Með breytingum sem nú eru lagðar til verður almenn umfjöllun um íslensku sem annað tungumál í aðalnámskrá leikskóla aukin. Einnig er boðuð frekari áhersla á móttöku fjöltyngdra barna og að efla almenna málörvun, máltöku, fjöltyngi og næmi fyrir tungumálum almennt.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið beitir sér jafnframt fyrir aukinni áherslu á íslensku í skólum og í samfélaginu almennt í samræmi við þingsályktun um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi sem samþykkt var á Alþingi vorið 2019. Einnig hefur verið gefinn út á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi og fyrir liggja drög að stefnu um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn Einnig er á vef Menntamálastofnunar stöðumat fyrir erlenda nemendur á grunnskólastigi og unnið er að vinnslu stöðumats fyrir börn á leikskólaaldri. Þá er á Menntavísindasviði Háskóla Íslands að beiðni mennta- og menningarmálaráðherra unnið að útfærslu starfsþróunarnámskeiða fyrir starfandi leikskólakennara sem ætlað er að efla leiðtoga í málörvun og vinnu með fjöltyngda nemendur. Þá beitir mennta- og menningarmálaráðuneytið sér jafnframt fyrir aukinni áherslu á snemmbæran stuðning og styrkingu leikskólastigsins.

Breytingatillögurnar er að finna á blaðsíðum 23, 24, 25, 26, 28, 29 og 33 í meðfylgjandi skjali.

Stefnt er að því að breytingarnar taki gildi 1. ágúst 2021.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

mrn@mrn.is