Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–18.2.2021

2

Í vinnslu

  • 19.2.2021–29.8.2022

3

Samráði lokið

  • 30.8.2022

Mál nr. S-35/2021

Birt: 4.2.2021

Fjöldi umsagna: 4

Áform um lagasetningu

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Framhaldsskólastig

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008, og lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (fagráð eineltismála)

Niðurstöður

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008, og lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (fagráð eineltismála) voru til umsagnar í samráðgátt stjórnvalda dagana 4. - 18. febrúar 2021. Alls bárust 4 umsagnir. Farið var yfir umsagnir og þær hafðar til hliðsjónar við smíði lagafrumvarps sem var lagt fyrir Alþingi 7. apríl 2021. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi 13. júní 2021.

Málsefni

Hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti er að hefjast vinna sem snýr að því að styrkja lagalega umgjörð fagráðs eineltismála á grunn- og framhaldsskólastigi svo hún verði í samræmi við þá framkvæmd sem viðhöfð er núna hjá ráðinu.

Nánari upplýsingar

Hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti er að hefjast vinna sem snýr að því að styrkja lagalega umgjörð fagráðs eineltismála á grunn- og framhaldsskólastigi svo hún verði í samræmi við þá framkvæmd sem viðhöfð er núna hjá ráðinu.

Mál sem fagráð eineltismála fæst við eru oft og tíðum þung og erfið einstaklingsmál og þeim fylgja oft viðkvæm gögn. Frumvarpsvinnan mun taka mið af því að um er að ræða vinnslu mjög viðkvæmra persónuupplýsinga, m.a. í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Með vísan til þess er markmiðið að lagaleg umgjörð eineltismála á grunn- og framhaldsskólastigi verði þannig að aðkoma fagráðsins að eineltismálum og heimildir varðandi úrlausn mála verði skýrari en nú er.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

mrn@mrn.is