Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–19.2.2021

2

Í vinnslu

  • 20.2.–15.6.2021

3

Samráði lokið

  • 16.6.2021

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-36/2021

Birt: 5.2.2021

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að frumvarpi til laga um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir fyrir almenna fjárfesta.

Niðurstöður

Ein umsögn barst frá Samtökum fjármálafyrirtækja þar sem kallað var eftir rúmum tíma fyrir haghafa til undirbúnings vegna innleiðingarinnar. Frumvarpið varð að lögum nr. 55/2021 á vorþingi 2021.

Málsefni

Frumvarp til innleiðingar í íslenskan rétt á ákvæðum reglugerðar (ESB) 1286/2014 um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir fyrir almenna fjárfesta (PRIIPS).

Nánari upplýsingar

Frumvarpið felur í sér innleiðingu í íslenskan rétt á ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 1286/2014 um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir fyrir almenna fjárfesta (PRIIP-reglugerðin). Með reglugerðinni er í fyrsta sinn settur samræmdur rammi um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir fyrir almenna fjárfesta. Lögð er sú skylda á herðar þeirra sem veita ráðgjöf um eða selja pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir fyrir almenna fjárfesta að semja og gera almennum fjárfestum tiltækt lykilupplýsingaskjal (e. Key Information Document, KID). Markmiðið er að auðvelda almennum fjárfestum að bera saman lykilupplýsingar ólíkra afurða og skilja séreinkenni þeirra, meðfylgjandi áhættu og kostnað.

Meginefni frumvarpsins er lögfesting reglugerðarinnar og nauðsynlegra ákvæða þar að lútandi, svo sem um gildissvið, hvernig eftirlit með ákvæðum frumvarpsins fari fram, um heimildir eftirlitsaðila til upplýsingaöflunar, aðfararhæfi ákvarðana Eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dómstólsins, viðurlagaákvæði, kæru til lögreglu og heimild ráðherra til að setja reglugerðir og Seðlabanka Íslands til að setja reglur.

Meginefni PRIIPs-reglugerðarinnar er eftirfarandi:

- Framleiðendum pakkaðra og vátryggingatengdra fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta er gert skylt að semja lykilupplýsingaskjal og gera almennum fjárfestum það aðgengilegt áður en gengið er til samninga til að þeir geti skilið og borið saman lykilþætti og áhættu pakkaðra og vátryggingatengdra fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta. Lykilupplýsingaskjölum er ætlað að verða grundvöllur fjárfestingarákvarðana almennra fjárfesta.

- Lykilupplýsingaskjalið skal innihalda nákvæmar, óvilhallar og skýrar upplýsingar og sett fram með þeim hætti að það sé gagnort og auðvelt aflestrar á að minnsta kosti einu þeirra opinberu tungumálum sem notuð eru í því aðildarríki þar sem afurðinni er dreift.

- Í lykilupplýsingaskjalinu skal meðal annars koma fram hver afurðin er, lýsing á áhættu sem hún ber með sér á móti mögulegum ávinningi, lýsing á mögulegum bótum og kostnaði sem tengist fjárfestingu í afurðinni, mögulegur uppsagnartími og lágmarkstími eignarhalds og mögulegar umkvörtunarleiðir fyrir almenna fjárfesta.

- Við sérstakar aðstæður og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum getur Fjármálaeftirlitið, eða í undantekningartilvikum Eftirlitsstofnun EFTA, bannað eða takmarkað markaðssetningu, dreifingu eða sölu vátryggingatengdra fjárfestingarafurða, vátryggingartengdra fjárfestingarafurða með tiltekna, tilgreinda eiginleika eða tiltekna tegund þeirra fjármálastarfsemi eða framkvæmd vátrygginga- eða endurtryggingafélags. Þá getur Fjármálaeftirlitið bannað miðlun á lykilupplýsingaskjali sem ekki er í samræmi við ákvæði PRIPP-reglugerðarinnar og bannað eða stöðvað tímabundið markaðssetningu á pakkaðri og vátryggingartengdri fjárfestingarafurð fyrir almenna fjárfesta.

Þá gerir frumvarpið ráð fyrir breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, þess efnis að aðilum sem bjóða upp á viðbótartryggingavernd verði gert skylt að útbúa lykilupplýsingaskjal til samræmis við annan sparnað sem heimilt er að bjóða upp á hér á landi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

benedikt.hallgrimsson@fjr.is