Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–24.2.2021

2

Í vinnslu

  • 25.2.2021–

Samráði lokið

Mál nr. S-38/2021

Birt: 9.2.2021

Fjöldi umsagna: 5

Áform um lagasetningu

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Framhaldsskólastig

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, nr. 129/1990

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðherra telur tímabært að endurskoða lög um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, nr. 129/1990. Stefnt er að því að lagt verði fram nýtt frumvarp til nýrra heildarlaga um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Nánari upplýsingar

Mennta- og menningarmálaráðherra telur tímabært að endurskoða lög um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, nr. 129/1990. Stefnt er að því að lagt verði fram nýtt frumvarp til nýrra heildarlaga um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Markmið þeirrar vinnu er aukinn fyrirsjáanleiki, bætt þjónusta og að starfsemi stofnunarinnar verði lýst eins og hún hefur þróast frá setningu laganna. Að mati mennta- og menningarmálaráðuneytis er afar brýnt að frumvarpið mæli fyrir um inntak táknmálstúlkaþjónustu og þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að njóta hennar.

Með frumvarpinu er stefnt að því að allar efnisreglur og skilyrði sem þarf að uppfylla verði að finna í settum lögum frá Alþingi. Að mati mennta- og menningarmálaráðuneytis væri um mikla réttarbót að ræða fyrir táknmálstalandi. Í vinnunni verður hugað að framtíðarfyrirkomulagi stofnunarinnar, framtíðarfyrirkomulagi sjóðsins til túlkunar í daglegu lífi og annarrar þjónustu sem SHH veittir þar sem þjónustan er í dag annars vegar veitt á grundvelli reglugerðar og hins vegar gjaldskrár. Með nýjum lögum verður með skýrum hætti mælt fyrir um inntak þjónustunnar með lögum, þar sem meðal annars mun koma fram hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá þjónustuna

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

mvf@mvf.is