Umsagnarfrestur er liðinn (11.02.2021–25.02.2021).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar áform um breytingar á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016. Með óformunum er birt mat á áhrifum og drög að frumvarpi.
Frumvarpsdrögin eru samin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í þeim eru lagðar til breytingar á ákvæðum laga um fasteignalán til neytenda sem fjalla um heimildir Seðlabanka Íslands til að setja reglur um beitingu þjóðhagsvarúðartækja.
Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á tveimur ákvæðum laganna, þ.e. 25. gr. sem fjallar um heimild til að setja reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána og 27. gr. sem fjallar um heimild til að setja reglur sem takmarka heildarfjárhæð fasteignaláns eða greiðslubyrði þess í hlutfalli við tekjur neytanda.
Meðfylgjandi er umsögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsöfn Samtaka fjármálafyrirtækja.
Kv .Yngvi
Meðfylgjandi er umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja.
Viðhengi