Samráð fyrirhugað 11.02.2021—25.02.2021
Til umsagnar 11.02.2021—25.02.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 25.02.2021
Niðurstöður birtar 16.06.2021

Frumvarp til laga um breytingu á lögum fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 (skýrari valdmörk o.fl.).

Mál nr. 42/2021 Birt: 11.02.2021 Síðast uppfært: 16.06.2021
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi 12. júní 2021. Í 5. kafla í greinargerð með frumvarpi til laganna er fjallað um umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 11.02.2021–25.02.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.06.2021.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar áform um breytingar á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016. Með óformunum er birt mat á áhrifum og drög að frumvarpi.

Frumvarpsdrögin eru samin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í þeim eru lagðar til breytingar á ákvæðum laga um fasteignalán til neytenda sem fjalla um heimildir Seðlabanka Íslands til að setja reglur um beitingu þjóðhagsvarúðartækja.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á tveimur ákvæðum laganna, þ.e. 25. gr. sem fjallar um heimild til að setja reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána og 27. gr. sem fjallar um heimild til að setja reglur sem takmarka heildarfjárhæð fasteignaláns eða greiðslubyrði þess í hlutfalli við tekjur neytanda.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - 25.02.2021

Meðfylgjandi er umsögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök fjármálafyrirtækja - 25.02.2021

Meðfylgjandi er umsöfn Samtaka fjármálafyrirtækja.

Kv .Yngvi

Afrita slóð á umsögn

#3 Hagsmunasamtök heimilanna - 25.02.2021

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök fjármálafyrirtækja - 26.02.2021

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja.

Viðhengi