Átta umsagnir bárust um frumvarpið, meðal annars frá Akureyrarbæ, Isavia, Verkfræðingafélagi Íslands, Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), Markaðsstofu Norðurlands og Sveitarfélaginu Hornafirði. Umsagnirnar gáfu tilefni til breytinga á frumvarpinu sbr. meðfylgjandi niðurstöðuskjal.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 12.02.2021–26.02.2021.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.09.2021.
Ný heildstæð lög um rekstur og uppbyggingu flugvalla og flugleiðsöguþjónustu. Frumvarpið felur í sér einföldun regluverks og er ætlað að draga fram verkefni stjórnvalda á þessu sviði með mun skýrari hætti en í gildandi lögum.
Með frumvarpinu er lagt til að ný heildstæð lög um rekstur og uppbyggingu flugvalla og flugleiðsöguþjónustu komi í stað óskýrra og dreifðra lagaákvæða sem nú eru í gildi. Skort hefur í lögum skýr ákvæði um verkefni samgönguyfirvalda á þessu sviði og þau markmiðum sem stýra eiga för við framkvæmd þeirra. Er meginmarkmiðið að flugvellir landsins og þjónusta við flugumferð þjóni þörfum samfélagsins með skilvirkni, hagkvæmni og öryggi í fyrirrúmi í samræmi við stefnu stjórnvalda í samgöngumálum, eins og hún birtist m.a. í flugstefnu og samgönguáætlun.
Í frumvarpinu er jafnframt kveðið á um brottfall úreltra laga og lagaákvæða á þessu sviði. Í dag eru í gildi þrenn lög um stofnun og starfsemi Isavia ohf. og verkefnin sem félagið annast fyrir hönd íslenska ríkisins; lög um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands, nr. 102/2006, lög um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar nr. 76/2008 og lög um samruna opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar nr. 153/2009. Nái frumvarpið fram að ganga falla þau á brott.
Frumvarpið mun því fela í sér töluverða einföldun regluverks og jafnframt draga fram verkefni stjórnvalda á þessu sviði með mun skýrari hætti en í gildandi lögum.
Það skal tekið fram að um almennar kröfur til starfrækslu flugvalla, rekstrarstjórnunar flugumferðar og veitingu flugleiðsöguþjónustu fer samkvæmt lögum um loftferðir, nr. 60/1998, og reglugerðum settum á grundvelli þeirra.
Ég mæli með að Isavia verði opinber stofnun í stað ohf. Þau opinberu hlutafélög sem starfandi eru hafa að mínu mati og margra annarra verið til mikillar óþurftar í íslenskri stjórnsýslu.
Tryggja þarf í samningum milli ríkis og rekstraraðila að innviðum flugs sé viðhaldið, en ekki lokað og afskráðir til að spara smáaura. Einnig þarf að vinna gegn því að gríðarleg flæmi landsins verði óaðgengileg loftförum, svo sem í Vatnajökulsþjóðgarði og fyrirhuguðum miðhálendisþjóðgarði, þar sem lög um þessa þjóðgarða trompa lög um loftferðir, reglugerð um almannaflug, hvortveggja byggt á alþjóðasamningum, auk laga um náttúruvernd. Ég hvet þingheim til að skoða þessi mál í samhengi.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn fyrir hönd Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Markaðsstofu Norðurlands um frumvarpið.
ViðhengiÁgæti viðtakandi,
Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð.
Með góðum kveðjum
F.h. SAF
Gunnar Valur Sveinsson
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Isavia ohf.
kveðja
f.h. Isavia ohf
Sólveig Á Eiríksdóttir
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn bæjarstjórnar Akureyrar vegna frumvarps til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð.
Ásthildur Sturludóttir,
bæjarstjóri á Akureyri
Viðhengi