Samráð fyrirhugað 16.02.2021—05.03.2021
Til umsagnar 16.02.2021—05.03.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 05.03.2021
Niðurstöður birtar

Tæknilegir tengiskilmálar hitaveitna

Mál nr. 45/2021 Birt: 16.02.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Orkumál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 16.02.2021–05.03.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Drög að reglugerð um tæknilega tengiskilmála hitaveitna. Um er að ræða breytingar og endurskoðun á núgildandi tæknilegum tengiskilmálum sem eru frá 2012.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um tæknilega tengiskilmála hitaveitna. Um er að ræða breytingar og endurskoðun á núgildandi tæknilegum tengiskilmálum hitaveitna frá 2012, sem birtir voru með auglýsingu nr. 890/2012.

Helstu breytingar sem lagðar eru til eru eftirfarandi:

1. Tengiskilmálarnir eru staðfærðir með tilliti til breytinga sem orðið hafa í umhverfi hitaveitna.

2. Vísað er til reglugerða frekar en að endurtaka texta þeirra.

3. Bætt er við ákvæðum um ábyrgð og takmörkun á ábyrgð í 4. gr.

4. Réttindi viðskiptavina varðandi endurgreiðslur vegna bilana á mælitækjum eru aukin.

5. Verið er að undirbyggja heimild til hitaveitna til að setja upp snjallmæla sem safna notkunar- og tækniupplýsingum örar en áður þekkist frá hitaveitumælum og senda til upplýsingakerfis hitaveitna.

6. Í V. kafla er bætt við skýrari heimildum til aðgerða þegar kröfum hitaveitunnar um úrbætur er ekki sinnt vegna öryggis og aðgengismála.

Framangreindar breytingar ættu hvorki að leiða til aukins kostnaðar viðskiptavina hitaveitna né vera íþyngjandi frá því sem nú er. Í V. kafla er þó að finna ný ákvæði um úrræði og úrbótaskyldur, þar sem m.a. er kveðið á um leiðir sem hitaveitur hafa til að krefja húseigendur um úrbætur í þeim tilfellum sem öryggi er stefnt í hættu og þar sem aðstæður eða hitakerfi uppfylla ekki kröfur.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.