Samráð fyrirhugað 18.02.2021—04.03.2021
Til umsagnar 18.02.2021—04.03.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 04.03.2021
Niðurstöður birtar

Brottfall laga um vísitölu byggingarkostnaðar

Mál nr. 46/2021 Birt: 18.02.2021 Síðast uppfært: 18.02.2021
  • Forsætisráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Hagskýrslugerð og grunnskrár

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 18.02.2021–04.03.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Í frumvarpinu felst að sérlög um vísitölu byggingarkostnaðar eru felld úr gildi enda eru lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007, nægjanleg.

Meginmarkmið með brottfalli laganna er að Hagstofu Íslands verði gert kleift að uppfæra aðferðir við mælingu og útreikning vísitölunnar í samræmi við alþjóðlega þróun aðferðafræðinnar. Hagstofa Íslands getur þá breytt aðferð hvað varðar virðisaukaskatt við mælingu vísitölunnar svo að hún verði í samræmi við framkvæmd annars staðar á Norðurlöndum en þar er grundvöllurinn á verðlagi byggingarkostnaðar mældur án virðisaukaskatts. Einnig verður hægt að gera endurbætur á mælingu launaliðar, með nýrri gagnalind, í byggingarvísitölu og þannig auka tengingu mælingarinnar við launaþróun í byggingariðnaði. Með því yrði komið til móts við notendur vísitölunnar sem kalla eftir meiri næmni við verðmælingu aðfanga í stað þess að vísitalan bregðist óreglulega við kjarasamningsbreytingum eða breytingum á virðisaukaskatti.

Jafnframt eru lagðar til breytingar á lögum um gatnagerðargjald, nr. 153/2006, sem vísa í þau lög sem lagt er til að felld verði úr gildi, og gjaldstofn gatnagerðargjalds gerður skýrari og formfastari en nú er.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.