Samráð fyrirhugað 17.02.2021—02.03.2021
Til umsagnar 17.02.2021—02.03.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 02.03.2021
Niðurstöður birtar

Drög að tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030

Mál nr. 47/2021 Birt: 17.02.2021
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 17.02.2021–02.03.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Drög að tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030.

Drög þessi að þingsályktunartillögu er unnin í heilbrigðisráðuneytinu.

Með þingsályktunartillögunni leggur heilbrigðisráðherra til stefnumótun um lýðheilsu til ársins 2030. Með ályktuninni er haldið áfram á þeirri vegferð sem lögð var fram í lýðheilsustefnu frá árinu 2016 þar sem mótaður var fyrsti hluti stefnu og aðgerða sem stuðla að heilsueflandi samfélagi og bættri lýðheilsu á öllum aldursskeiðum. Með hinni nýju stefnu er þó ekki ætlunin að afnema eða taka við af stefnunni frá árinu 2016 heldur eiga þær að ganga í takt á þeirri vegferð að bæta lýðheilsu á Íslandi.

Í tillögunni er skilgreind framtíðarsýn fyrir lýðheilsu á Íslandi sem verði eftirfarandi:

a. Lýðheilsustarf verði markvisst, á heimsmælikvarða og einkennist af þverfaglegu samstarfi heilbrigðisþjónustu, sérstaklega heilsugæslu, og annarra hagaðila á Íslandi, t.a.m. sveitarfélögum, með áherslu á heilsueflingu og forvarnir.

b. Lýðheilsustarf verði metið með því að mæla gæði, öryggi, árangur, aðgengi og kostnað sem og kostnaðarhagkvæmni.

Til þess að framtíðarsýnin verði að veruleika verði lögð áhersla á ákveðin meginviðfangsefni til þess að styrkja stoðir lýðheilsustarfs á Íslandi, en viðfangsefnin eru almennt þau sömu og finna má í heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Er talið mikilvægt að nálgast viðfangsefnið á sama hátt og gert er í heilbrigðisstefnu til að tryggja samfellu í stefnumörkun stjórnvalda á þessu sviði. Viðfangsefnin eru eftirfarandi:

1. Forysta til árangurs.

2. Rétt þjónusta á réttum stað.

3. Fólkið í forgrunni.

4. Virkir notendur.

5. Skilvirk þjónustukaup.

6. Gæði í fyrirrúmi.

7. Hugsað til framtíðar.

Lýðheilsustarf á Íslandi skal jafnframt hafa jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi.

Frestur til að skila inn umsögnum er til og með 2. mars 2021.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.