Samráð fyrirhugað 18.02.2021—31.05.2021
Til umsagnar 18.02.2021—31.05.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 31.05.2021
Niðurstöður birtar

Borgarlínan - Forkynning á vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og Reykjavíkur 2010-2030

Mál nr. 49/2021 Birt: 18.02.2021 Síðast uppfært: 07.04.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 18.02.2021–31.05.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Kópavogur og Reykjavíkurborg kynna drög að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélaganna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ábendingar og athugasemdir skal senda á netfangið skipulag@kopavogur.is, skipulag@reykjavik.is og á samráðsgáttina.

Drög að breytingartillögum í Kópavogi og Reykjavík fjalla um tillögu að legu Borgarlínunnar og tillögur að staðsetningu kjarnastöðva. Í drögum að skipulagsgögnum eru jafnframt kynntar hugmyndir að leiðbeinandi staðsetningum almennra stöðva, viðmiðum um hönnun göturýmis og forgang almenningssamgangna og virkra ferðamáta. Í drögum fyrir Reykjavík eru jafnframt kynnt áform um Sæbrautarstokk og Miklubrautarstokk. Umhverfisskýrsla er hluti af drögunum, sem fjallar um helstu umhverfisáhrifin m.v. fyrirliggjandi gögn.

Frumdrög að Borgarlínunni eru fylgigögn með skipulagsgögnunum. Í þeim er hægt að finna ítarlegri upplýsingar m.a. um ákvörðun um Borgarlínuna, framkvæmdakostnað, hönnunarforsendur, legu, valkosti, umferðarspá og umhverfisáhrif. Frumdrögin eru aðgengileg á www.borgarlinan.is.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.