Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.2.–3.3.2021

2

Í vinnslu

  • 4.3.–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-51/2021

Birt: 18.2.2021

Fjöldi umsagna: 14

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Frumvarp til laga um áhafnir skipa

Niðurstöður

Frumvarp til laga um áhafnir skipa var lagt fyrir Alþingi á 151. löggjafarþingi (sjá 701. mál). Umfjöllun um niðurstöður samráðs sem fram fór um frumvarpið er að finna í greinargerð þess.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa. Með frumvarpinu er gerð tillaga um ný heildarlög um áhafnir íslenskra skipa. Er markmiðið að einfalda löggjöfina um menntun og þjálfun, öryggisfræðslu, skírteini, lögskráningu, lágmarksmönnun, vinnu- og hvíldartíma, læknisvottorð, heilsu- og tryggingavernd, orlof, heimferðir, vinnuskilyrði o.fl.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lagt til að fern lög verði sameinuð:

Lög nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.

Lög nr. 76/2001 um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa.

Lög 35/2010 um lögskráningu sjómanna.

Lög nr. 50/1961 um bryta og matreiðslumenn á farskipum og fiskiskipum.

Meginmarkmiðið með frumvarpinu er að sameina, samræma og einfalda lagaákvæði ofannefndra laga. Í nokkrum atriðum eru þó lagðar til efnisbreytingar á ákvæðum laganna út frá þeirri reynslu sem skapast hefur eftir gildistöku laganna og breytingum skv. alþjóðasamningum og EES-gerðum sem tekið hafa gildi gagnvart Íslandi síðan fyrrnefnd lög tóku gildi. Eftirfarandi breytingar eru lagðar til:

1. Lagt er til að felld verði niður ákvæði um undanþágunefnd og mönnunarnefnd og verkefni þeirra fengin Samgöngustofu, sjá 10. og 17. gr. frumvarpsins.

2. Lagt er til að kveða skýrar á um mönnun smáskipa, þ.e. skipa sem eru 15 metrar og styttri að skráningarlengd, þannig að fylgt verði svokallaðri 14 klst reglu á grundvelli 64. gr. sjómannalaga. Þegar útivist þeirra fer yfir 14 klst. verði áskilnaður um að ávallt séu 2 skipstjórnarmenn um borð með tilskilin réttindi og geti þeir jafnframt gegnt störfum vélavarðar hafi þeir tilskilin réttindi til þeirra starfa. Ástæðan er fyrst og fremst mikil slysatíðni þessara báta en skv. upplýsingum rannsóknanefndar samgönguslysa má rekja allt að 50 strönd smábáta til þess að sá sem var við stjórn skipsins sofnaði vegna þreytu og vinnuálags og hefur nefndin margoft komið með tillögur til úrbóta í þessu efni, sjá 17. gr. frumvarpsins.

3. Lagt er til að þegar eigandi skips skv. skipaskrá er lögskráður sem skipstjóri og er einn um borð í skipi þá sé ekki krafa um stýrimann þó útivist fari yfir 14 klukkustundir. Á þetta einungis við um siglingar á smáskipum.

4. Lagt er til að gildandi ákvæði 3. mgr. 12. gr. laga nr. 30/2007 um þjónustusamninga um viðhald vélbúnaðar smáskipa falli brott. Þessi framkvæmd hefur ekki tekist vel og talið nauðsynlegt að einhver um borð hafi lágmarksþekkingu um viðhald véla. Ekki hefur reynst vel að framfylgja eftirliti með að þessu viðhaldi hafi verið sinnt af þjónustuaðilum í landi, skip ganga kaupum og sölum á milli landshluta og útgerðarstaðir skipanna geta verið mjög breytilegir innan ársina. Þá er horft til tillagna í öryggisátt frá rannsóknarnefnd samgönguslysa í nokkrum málum, sjá 17. gr. og ákvæði til bráðabirgða.

5. Vinnu- og hvíldartími: Áréttað er í frumvarpinu að um vinnu- og hvíldartíma á fiskiskipum og öðrum skipum fari eftir ákvæðum 64. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 og að vaktafyrirkomulag og heildarmönnun skips skuli ávallt hagað þannig að vinnu- og hvíldartími áhafnar sé í samræmi við ákvæði laganna. Sjá 4. mgr. 17. gr., 20. og 23. gr. frumvarpsins

6. Lagt er til að sett verði ákvæði um að erlend skip sem notuð eru að staðaldri í íslenskri landhelgi (<12 sjómílur) verði að fylgja íslenskum lögum, EES gerðum og alþjóðasamningum á sama hátt og íslensk skip hvað varðar öryggismál, menntunar- og skírteiniskröfur, lágmarksmönnun og réttindi áhafnar. Sjá 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins.

7. Með frumvarpi þessu er lagt til að sett verði ákvæði um stjórnvaldssektir sem Landhelgisgæsla Íslands geti lagt á vegna brota á lögunum og reglum settum skv. þeim, sjá 31. gr. frumvarpins

8. Öryggisstjórnunarkerfi – fiskiskip: Ekki hafa verið sett ný ákvæði um þetta efni og er kallað eftir sjónamiðum hagsmunaðila.

9. Lögð er til breyting á ákvæðum um matsveina og bryta í 19. gr. þannig að miðað er við útivist skips en ekki stærð þess eins og gildir samkvæmt lögum í dag.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is