Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.2.–9.3.2021

2

Í vinnslu

  • 10.3.2021–30.8.2022

3

Samráði lokið

  • 31.8.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-54/2021

Birt: 23.2.2021

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Framhaldsskólastig

Drög að frumvarpi til laga um grunnskóla nr. 91/2008, og lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, er varða fagráð eineltismála

Niðurstöður

Drög að frumvarpi til laga um grunnskóla nr. 91/2008, og lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, er varða fagráð eineltismála voru til umsagnar í samráðgátt 23. febrúar – 9. mars 2021. Alls bárust þrjár umsagnir. Sjá nánari umfjöllun um úrvinnslu samráðs í niðurstöðuskjali.

Málsefni

Lagðar eru til breytingar á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, og lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008, er varða fagráð eineltismála.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu eru lagðar til sömu breytingar á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, og lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008.

Lagt er til að fella orðalagið „Þar skal m.a. mælt fyrir um starfrækslu fagráðs á vegum ráðuneytisins er verði ráðgefandi í eineltismálum.“ á brott úr ákvæðum laganna og þess í stað að kveða á um fagráð eineltismála með sérstakri lagagrein.

Í 1. mgr. greinarinnar verður fjallað um skipun fagráðsins og heimild fyrir ráðherra til að fela Menntamálastofnun eða öðrum aðilum að annast umsýslu fagráðsins.

Í 2. mgr. er kveðið á um hlutverk fagráðsins í tveimur töluliðum sem eru sambærilegir þeim sem í dag eru í verklagsreglum fagráðsins.

Með 3. mgr. er fengin heimild fyrir fagráðið til að vinna með persónuupplýsingar, þar á meðal viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi b-liðar 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um persónuvernd og vinslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Kveðið er sérstaklega á um að fagráðinu beri að upplýsa málaðila um fyrirhugaða upplýsingaöflun í samræmi við 2. mgr. 17. gr. sömu laga.

Í 4. mgr. er fjallað um aðgang að gögnum. Að meginstefnu gilda ákvæði stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og upplýsingalaga, nr. 140/2012. Fagráðinu verður þó heimilt að takmarka aðgang aðila að tilteknum gögnum ef það telur þau geta skaðað hagsmuni barns eða samband þess við aðra. Fagráð getur einnig úrskurðað að aðilar og lögmenn þeirra geti kynnt sér skjöl og önnur gögn án þess að þau eða ljósrit af þeim séu afhent. Ákvæðið er til samræmis við ákvæði barnaverndarlaga, nr. 80/2002.

Þá verður áfram mælt fyrir um starfsemi fagráðsins með reglum en fyrirmynd þessa ákvæðis eru núgildandi verklagsreglur.

Gert er ráð fyrir að lögin taki þegar gildi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

mrn@mrn.is