Samráð fyrirhugað 23.02.2021—09.03.2021
Til umsagnar 23.02.2021—09.03.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 09.03.2021
Niðurstöður birtar 31.08.2022

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs)

Mál nr. 55/2021 Birt: 23.02.2021 Síðast uppfært: 31.08.2022
  • Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Leikskólar, grunnskólar, framhaldsfræðsla og stjórnsýsla mennta- og menningarmála
  • Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál
  • Framhaldsskólastig

Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs) voru til umsagnar í samráðgátt stjórnvalda 23. febrúar – 9. mars 2021. Alls bárust þrjár umsagnir en þær voru frá Samtökum atvinnulífsins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ). Tekið var tillit til framkominna athugasemda við smíði frumvarpsins sem var lagt fyrir Alþingi 7. apríl 2021.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.02.2021–09.03.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 31.08.2022.

Málsefni

Kveðið er á um breytingar á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og mennningarmálaráðuneytis og snúa þær allar að því að lagaákvæðum um öflun sakavottorðs við og eftir ráðningu.

Með frumvarpinu er áfram lagt til ráðningarbann gagnvart þeim sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga en þau nýmæli er að finna í frumvarpi þessu að meta skuli áhrif annarra brota á áhrif þess sem sækir um starf til að sinna starfi, meðal annars með hliðsjón af eðli starfs og alvarleika brota. Til að framfylgja ráðningarbanninu skal sá sem stendur að ráðningu kalla eftir sakavottorði eða fá heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá einu sinni á ári en oftar ef fram koma upplýsingar sem gefa tilefni til þess. Slík heimild hefur aðeins verið til staðar fram að þessu á þeim tímapunkti þegar til ráðningarsambands er stofnað.

Með frumvarpinu er stefnt að því markmiði að einstaklingar geti ekki brotið af sér eftir að til ráðningarsambands hefur verið stofnað án þess að vinnuveitandi hafi kost á að fá upplýsingar um það. Með breytingunni er talið að ákvæði um bann við að ráða til starfa einstaklinga með tiltekinn brotaferil á bakinu nái betur tilgangi sínum en áður.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök atvinnulífsins - 03.03.2021

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um málið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 09.03.2021

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

f.h. sambandsins

Valgerður Rún Benediktsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Ungmennafélag Íslands - 09.03.2021

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Ungmennafélags Íslands - UMFÍ.

Viðhengi