Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.2.–4.3.2021

2

Í vinnslu

  • 5.3.–7.5.2021

3

Samráði lokið

  • 8.5.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-56/2021

Birt: 24.2.2021

Fjöldi umsagna: 6

Drög að frumvarpi til laga

Heilbrigðisráðuneytið

Lyf og lækningavörur

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni (iðnaðarhampur)

Niðurstöður

Frumvarpið hefur verið lagt fram á Alþingi - sjá hlekk:

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum vegna draga að frumvarpi um breytinga á lögum nr. 65/1974 er snerta innflutning og ræktun iðnaðarhamps.

Nánari upplýsingar

Á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra fyrir 151. löggjafarþing er áætlað að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, vegna vinnslu iðnaðarhamps.

Heilbrigðisráðuneytið kynnir drög að frumvarpi um breytingu á lögum nr. 65/1974. Frumvarp þetta er samið af starfshóp sem heilbrigðisráðherra skipaði þann 12. júní 2020 og falið var að yfirfara lög nr. 65/1974 m.t.t. ræktunar og framleiðslu á iðnaðarhampi. Niðurstaða starfshópsins er að færa stjórnsýslu og verkefni í tengslum við málefnið, þ.e. innflutning á fræjum til landsins til ræktunar á iðnaðarhampi frá Lyfjastofnun til Matvælastofnunar. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, fulltrúi Lyfjastofnunar og fulltrúi Matvælastofnunar.  

Frumvarpið fjallar ekki um Cannabidiol (CBD olíu) en þau mál eru til skoðunar hjá stjórnvöldum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa innviða heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is