Samráð fyrirhugað 24.02.2021—04.03.2021
Til umsagnar 24.02.2021—04.03.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 04.03.2021
Niðurstöður birtar 08.05.2021

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni (iðnaðarhampur)

Mál nr. 56/2021 Birt: 24.02.2021 Síðast uppfært: 08.05.2021
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Lyf og lækningavörur

Niðurstöður birtar

Frumvarpið hefur verið lagt fram á Alþingi - sjá hlekk:

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 24.02.2021–04.03.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 08.05.2021.

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum vegna draga að frumvarpi um breytinga á lögum nr. 65/1974 er snerta innflutning og ræktun iðnaðarhamps.

Á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra fyrir 151. löggjafarþing er áætlað að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, vegna vinnslu iðnaðarhamps.

Heilbrigðisráðuneytið kynnir drög að frumvarpi um breytingu á lögum nr. 65/1974. Frumvarp þetta er samið af starfshóp sem heilbrigðisráðherra skipaði þann 12. júní 2020 og falið var að yfirfara lög nr. 65/1974 m.t.t. ræktunar og framleiðslu á iðnaðarhampi. Niðurstaða starfshópsins er að færa stjórnsýslu og verkefni í tengslum við málefnið, þ.e. innflutning á fræjum til landsins til ræktunar á iðnaðarhampi frá Lyfjastofnun til Matvælastofnunar. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, fulltrúi Lyfjastofnunar og fulltrúi Matvælastofnunar.  

Frumvarpið fjallar ekki um Cannabidiol (CBD olíu) en þau mál eru til skoðunar hjá stjórnvöldum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Lyfjafræðingafélag Íslands - 01.03.2021

Góðan dag,

Hér í viðhengi er umsögn LFÍ.

Kv

Inga Lilý

Formaður Lyfjafræðingafélag Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Þórunn Jónsdóttir - 03.03.2021

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Sigurður Hólmar Jóhannesson - 04.03.2021

Umsögn Hampfélagsins og SSFM er í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Ingvar Örn Bergsson - 04.03.2021

Mig langar að hvetja til sniðugra breytinga um að hækka thc magn allaveganna upp 3-5% það myndi gera mikið fyrir íslenskann efnahag, fólk gæti ræktað stórar plöntur á einu sumri í garðinum hjá sér því THC magnið bíður uppá miklu fjölbreyttari yrki , og THC þarf að endurskilgreina sem fyrst í lögum sem náttúrulegt efnasamband sem líkaminn býr til sjálfur, THC er að finna í brjóstamjólk, súkkulaði, kúmenfræjum bara heimska að halda því fram að þetta sé eitthvað sem veldur "ofskynjunum" þetta er náttúrulegt efnasamband sem líkaminn framleiðir sjálfur meðal annars,ábyrgðin er ykkar þingmenn að taka hausinn uppúr sandinum og bjóðafólki á að rækta sér sjálft lækningarjurtina sem cannabis er , að horfa framhjá öllum nýjustu læknisvísindum sem hafa komið fram í sjálfstæðum kanadískum og amerískum rannsóknum og, frá stærstu háskólum heims ,oxford, harvard, munchen og miklu fleiri hafa sýnt fram á jákvæð heilsuáhrif af cannabisnotkun og(enginn skaðleg áhrif á heilsu ef cannabis er notað ræktað frá náttúrunni og notað án tóbaks), hefur jákvæð áhrif í baráttu við allar tegundir krabbameins, cannabis hefur reynst best af öllu sem þekkist í dag að hafa jákvæð áhrif gegn alkahólisma eitthvað sem íslendingar þurfa að horfast í augu við, THC virkar á cb2 skynjarann sem er skynjarinn í heilanum sem tengir milli minninga , hvetur til víðsýnni og náttúrulegri hugsanna, YKKUR BER SKYLDA AÐ HJÁLPA FÓLKI HJÁLPA SÉR SJÁLFU, BURT MEÐ ALLAR GAMLAR MÝTUR OG HORFUMT Í AUGU VIÐ RAUNVERULEIKANN ÞAÐ ER YKKAR STARF NÚNA ÞINGMENN !!!!! því stærri og betri yrki sem eru leyfð því auðveldara verður hægt að koma upp lífeldsneyta markaði, hemp-ethanol 100% hreint náttúrulegt bensín sem mengar ekki eins og bensínið , hreinn bruni engin óæskileg aukaefni,

mbkv

Afrita slóð á umsögn

#5 Samtök iðnaðarins - 04.03.2021

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni (iðnaðarhampur).

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Aðalsteinn Gunnarsson - 04.03.2021

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni (iðnaðarhampur)

Mál nr. 56/2021 Birt: 24.02.2021 Síðast uppfært: 25.02.2021 • Heilbrigðisráðuneytið

• Málefnasvið: • Lyf og lækningavörur

Ég er á móti breytingum á vímuefnalöggjöfinni og hvet til að fallið verði frá hugmyndum um að gera breytingar á þeim lögum sem hafa staðið vörð um forvarnir í landinu. Að leyfa framleiðslu kannabisjurtarinnar yfir höfuð eykur líkur á að vímuefni sé framleitt.

Notkun kannabis á Íslandi er lítil vegna þess hve sterk löggjöf hefur haldið utan um framleiðslu, dreifingu, sölu, kaup og vörslu efnisins. Það er eðlilegt að kannabis verði í öllum myndum áfram flokkað sem ólöglegt vímuefni.

Erfitt er fyrir leikmenn að greina milli tegunda kannabisplantna. Einnig er erfitt er fyrir opinbera aðila að mæla innihald THC í kannabisvörum og fá mælitæki til þess á Íslandi.

Gríðarlegt magn af röngum upplýsingum eru umferð um kannabis. Umfjöllunin er mjög villandi og ganga þeir harðast fram sem vilja lögleiða vímuefni. Athyglisvert er að sjá hversu víða laufblað kannabisplöntunnar er notað í kynningu á iðnaðarhampi og að hvetja til neyslu á THC.