Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.2.–10.3.2021

2

Í vinnslu

  • 11.3.2021–17.2.2022

3

Samráði lokið

  • 18.2.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-58/2021

Birt: 25.2.2021

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að reglugerð um meðferð árslokastöðu ríkisaðila

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust. Ráðherra setti á grundvelli draganna reglugerð nr. 566/2021,um flutning fjárheimilda A-hluta á milli ára.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra kynnir til umsagnar drög að reglugerð um ráðstöfun árslokastöðu ríkisaðila og verkefna..

Nánari upplýsingar

Fjármála- og efnahagsráðherra kynnir til umsagnar drög að reglugerð um ráðstöfun árslokastöðu ríkisaðila og verkefna sbr. 30. gr. laga um nr. 123/2015 um opinber fjármál. Í 30. gr. laga um opinber fjármál er fjallað um heimild til flutnings fjárheimilda á milli ára. Í reglugerðardrögunum er fjallað nánar um framkvæmdina á þeim flutningi.

Í megindráttum er formfest sú framkvæmd sem við hefur verið höfð með því að skýra framkvæmdina í reglugerð. Meginreglan varðandi rekstrarliði er sú að heimilt er að halda afgangi sem nemur allt að 4% af gjaldafjárveitingu ársins en þó skal uppsöfnuð staða í árslok aldrei vera umfram 10% af gjaldaheimild ársins. Meginreglan varðandi framlög til fjárfestingar er áfram sú að fjárfestingarheimild færist á milli ára og þá færast tilfærsluliður og aðrir reiknaðir liðir ekki á milli ára. Reglugerðin felur í sér þær breytingar að fái ríkisaðili sérstaka fjárveitingu úr almennum varasjóð, aðra en launa- eða verðlagsbætur, skal fella niður óráðstafaða og óskuldbundna fjárveitingu í árslok auk óráðstafaðrar stöðu varasjóðs hlutaðeigandi málaflokks.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnunar og umbóta

postur@fjr.is