Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.2.–8.3.2021

2

Í vinnslu

  • 9.3.–23.11.2021

3

Samráði lokið

  • 24.11.2021

Fylgiskjöl

Mál nr. S-62/2021

Birt: 26.2.2021

Fjöldi umsagna: 14

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnunar (viðurlög, tengdir aðilar o.fl.)

Niðurstöður

Bárust 14 umsagnir um frumvarpið á umsagnartíma, frá átta einstaklingum, Landhelgisgæslu Íslands, Landssambandi smábátaeigenda, Samkeppniseftirlitinu, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Smábátafélaginu Hrollaugi og Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. Þá bárust einnig umsagnir frá Fiskistofu og Hafnasambandi Íslands. Tilefni þótti til að breyta frumvarpinu í ljósi framkominna athugasemda eins og rakið er nánar í niðurstöðuskjali.

Málsefni

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar sem miða að því að styrkja eftirlit Fiskstofu.

Nánari upplýsingar

Lagt er til að heildstæðu viðurlagakerfi verði komið á fót vegna brota á lögum á sviði fiskveiðistjórnar. Viðurlagakaflar laganna verða samræmdir þannig að sömu heimildir verði milli mismunandi laga til að bregðast við brotum. Einnig er lagt til að Fiskistofa fái heimildir til álagningar stjórnvaldssekta vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni.

Þá er lagt til að heimildir Fiskistofu til að framkvæma rafrænt eftirlit verði styrktar.

Loks er lagt til að hugtakið raunveruleg yfirráð við framkvæmd reglna um hámarksaflahlutdeildir skv. lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, verði afmarkað betur.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

ANR Skrifstofa sjávarútvegsmála

postur@anr.is