Samráð fyrirhugað 26.02.2021—08.03.2021
Til umsagnar 26.02.2021—08.03.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 08.03.2021
Niðurstöður birtar 24.11.2021

Drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnunar (viðurlög, tengdir aðilar o.fl.)

Mál nr. 62/2021 Birt: 26.02.2021 Síðast uppfært: 24.11.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður birtar

Bárust 14 umsagnir um frumvarpið á umsagnartíma, frá átta einstaklingum, Landhelgisgæslu Íslands, Landssambandi smábátaeigenda, Samkeppniseftirlitinu, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Smábátafélaginu Hrollaugi og Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. Þá bárust einnig umsagnir frá Fiskistofu og Hafnasambandi Íslands. Tilefni þótti til að breyta frumvarpinu í ljósi framkominna athugasemda eins og rakið er nánar í niðurstöðuskjali.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 26.02.2021–08.03.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 24.11.2021.

Málsefni

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar sem miða að því að styrkja eftirlit Fiskstofu.

Lagt er til að heildstæðu viðurlagakerfi verði komið á fót vegna brota á lögum á sviði fiskveiðistjórnar. Viðurlagakaflar laganna verða samræmdir þannig að sömu heimildir verði milli mismunandi laga til að bregðast við brotum. Einnig er lagt til að Fiskistofa fái heimildir til álagningar stjórnvaldssekta vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni.

Þá er lagt til að heimildir Fiskistofu til að framkvæma rafrænt eftirlit verði styrktar.

Loks er lagt til að hugtakið raunveruleg yfirráð við framkvæmd reglna um hámarksaflahlutdeildir skv. lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, verði afmarkað betur.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Garðar Þór Rafnsson - 26.02.2021

Mér finst eins og fiski löggan ætti ekki að fá að kima um borð í skip nema að hjálpa okkur að vinna aflan og kannski hjálpa koknum. Persónulega hef ég ekki ennþá hitt neina skemtilega fiski löggu því þeir skilja aldrei brandarana mina og horfa á mig eins og ég sé kynferðislega brenglaður, síðan mætti alveg fara splæsa í ermahlifar fyrir þær því þessi sjó stakkur er ógeðslegur.

Afrita slóð á umsögn

#2 Þorsteinn K Jóhannesson - 02.03.2021

Það er ótækt að gera það að skyldu að sjómenn hlaði niður hugbúnaði í síma sína sem að er vægast sagt varasamur.

Það app sem að er krafist að menn noti núna krefst aðgangs að gögnum í símanum sem að eru persónuleg og er með ferilrakningu og gerir kröfu um að skrá inn skipstjóra.

Það er lögskráð á alla báta hjá Samgöngustofu, það á ekki að vera þörf á því að gera það líka hjá annari stofnun þ,e,s Fiskistofu.

Það er rafræn vöktun á öllum bátum með AIS kerfi sem að Landhelgisgæslan vaktar, það á ekki að vera þörf á því að Fiskistofa reki ferilvöktun á síma í vasa sjómannsins.

Þetta Veiðidagbókar app sem að verið er að neyða menn til að nota undir hótunum um veiðileyfa sviftingu er stórkostlega gallað og menn eru í miklum vandræðum með það.

Annar kostir er rafræn veiðidagbók. Hún er ekki lengur inn í myndinni fyrir litlar útgerðir, Henni hefur verið útvistað til einkaaðila og kostar stór fé á hverju ári í notunar gjöld.

Þessi krafa á að menn hlaði niður vafasömum hugbúnaði í sína einkasíma með kröfu um aðgang að gögnum sem að eingum kemur við (myndum) og ferilvöktun hefur verið kærð til Persónuverndar og ég geri þá sjálfsögðu kröfu að þessu verði frestað ´þar til að úrskurður fæst ú því Og að notkun afladagbókar í pappírsformi verði leyfð á meðan.

Afrita slóð á umsögn

#3 Haraldur Arnfjörð Árnason - 02.03.2021

Leifið okkur að senda meðafla í Hafró (keilu ,löngu ,karfa og undirmál) þá þarf ekki DRÓNA eftirlit sparar hundruð milljóna. Rafrænt eftirlit í síma er gjörsamlega fáránleg tillaga að mínu áliti. Við getum alvegeins gengið með öklaband eins og glæpamenn ,það væri skárra ef hægt væri að koma þessu í æpatana okkar .Svo viljum við fá að veiða í 48 daga sem væri þá frá og með apríl til og með september .

Afrita slóð á umsögn

#4 Hólmar Hallur Unnsteinsson - 07.03.2021

Góðan dag.

Mín skoðun er sú að það ætti frekar að leggja niður þessa afladagbók í stað þess að reyna að koma þessu á rafrænt form.

Ástæðurnar eru einfaldar.

Fiskistofa hefur aðgang að magni afla sem landaður á hverjum degi

Vaktstöð siglinga skráir og heldur utan um feril skipsins hverju sinni. (sem og komur og brottfarir)

Veðurstofan heldur utan um gögn er varða veður og annað.

Það er því með öllu óskiljanlegt hvers vegna það er verið að þvinga þessu svokallaða "afladagbókarappi" upp á sjómenn í dag, þegar að fiskistofa hefur nú þegar aðgang að öllum gögnum sem þarf að skrá í þessa dagbók.

Hér kemur svo gagnrýni á smáforritið sjálft:

1. Leiðirnar eru alltof margar, að þurfa smella margoft á skjáinn bara til þess að geta byrjað að skrá afla er ekki nógu gott og alls ekki notendavænt.

2. Taka þyrfti út þennan fídus að leggja og draga veiðarfæri. Þetta hentar kannski vel um borð í togveiðiskipi, en ekki handfærabátum.

3. Krókar, bjóð, balar, línur... Þetta er nú bara þvæla að þurfa að rugla í þessu fram og til baka réttast væri bara að skrá krókafjölda.

4. Best væri að þegar þú opnar appið, þá er ein síða með flettigluggum, þar skráirðu allar upplýsingarnar líkt og gamla afladagbókin er útfærð í dag. Ekkert leggja, draga neitt bull. Þar væri einnig hægt að smella á " sækja staðsetningu" án þess að fara inn á nýja síðu. Ein síða, skrollar niður til að græja allar þær upplýsingar sem þarf að græja. Neðst væri svo hægt að hafa "SENDA" hnapp.

5. Þetta virkar illa þegar að símasamband er stopult, sem það er víða í kringum landið, oft bara nokkrum sjómílum frá landi.

6. Appið á það til að frjósa og þá er ekkert hægt að gera.

7. Ég velti fyrir mér hvað persónuvernd hefur að segja þegar að þeir sjá að það er verið að fylgjast með ferðum símans á meðan að appið er í gangi. (sem og eyðir það rafhlöðu símans, tekur símasamband frá símanum sjálfum, síminn er líka öryggistæki því skal ekki gleyma!)

Það er algjör óþarfi að reyna að hafa þetta eins flókið og mögulegt er. Jú þetta lítur vel út uppi á skrifstofu, en er alls ekki notendavænt.

Hugmyndin um afladagbókar app er mjög góð, en ég mæli með að forritið verði unnið í samstarfi við þá notendur sem að munu nota það. Þannig ætti að nást góð niðurstaða.

Þetta þarf ekki að vera flott og glansandi, bara eitt mjög einfalt skjal sem hægt er að fylla út án allra krókaleiða fram og til baka.

Númer 1 2 og 3, fækka smellum á skjáinn alltof margar krókaleiðir þegar hægt er að hafa þetta mjög einfalt.

En undirstrika hér að það ætti frekar að leggja afladagbækurnar niður, því þær eru barn síns tíma og þjóna engum tilgangi árið 2021 þar semað öll gögn eru til staðar hvort sem er.

Kv

Hólmar H. Unnsteinsson

Afrita slóð á umsögn

#5 Karl Heimir Einarsson - 07.03.2021

Góðan dag.

Mín skoðun er sú að það ætti frekar að leggja niður þessa afladagbók í stað þess að reyna að koma þessu á rafrænt form.

Ástæðurnar eru einfaldar.

Fiskistofa hefur aðgang að magni afla sem landaður á hverjum degi

Vaktstöð siglinga skráir og heldur utan um feril skipsins hverju sinni. (sem og komur og brottfarir)

Veðurstofan heldur utan um gögn er varða veður og annað.

Það er því með öllu óskiljanlegt hvers vegna það er verið að þvinga þessu svokallaða "afladagbókarappi" upp á sjómenn í dag, þegar að fiskistofa hefur nú þegar aðgang að öllum gögnum sem þarf að skrá í þessa dagbók.

Hér kemur svo gagnrýni á smáforritið sjálft:

1. Leiðirnar eru alltof margar, að þurfa smella margoft á skjáinn bara til þess að geta byrjað að skrá afla er ekki nógu gott og alls ekki notendavænt.

2. Taka þyrfti út þennan fídus að leggja og draga veiðarfæri. Þetta hentar kannski vel um borð í togveiðiskipi, en ekki handfærabátum.

3. Krókar, bjóð, balar, línur... Þetta er nú bara þvæla að þurfa að rugla í þessu fram og til baka réttast væri bara að skrá krókafjölda.

4. Best væri að þegar þú opnar appið, þá er ein síða með flettigluggum, þar skráirðu allar upplýsingarnar líkt og gamla afladagbókin er útfærð í dag. Ekkert leggja, draga neitt bull. Þar væri einnig hægt að smella á " sækja staðsetningu" án þess að fara inn á nýja síðu. Ein síða, skrollar niður til að græja allar þær upplýsingar sem þarf að græja. Neðst væri svo hægt að hafa "SENDA" hnapp.

5. Þetta virkar illa þegar að símasamband er stopult, sem það er víða í kringum landið, oft bara nokkrum sjómílum frá landi.

6. Appið á það til að frjósa og þá er ekkert hægt að gera.

7. Ég velti fyrir mér hvað persónuvernd hefur að segja þegar að þeir sjá að það er verið að fylgjast með ferðum símans á meðan að appið er í gangi. (sem og eyðir það rafhlöðu símans, tekur símasamband frá símanum sjálfum, síminn er líka öryggistæki því skal ekki gleyma!)

Það er algjör óþarfi að reyna að hafa þetta eins flókið og mögulegt er. Jú þetta lítur vel út uppi á skrifstofu, en er alls ekki notendavænt.

Hugmyndin um afladagbókar app er mjög góð, en ég mæli með að forritið verði unnið í samstarfi við þá notendur sem að munu nota það. Þannig ætti að nást góð niðurstaða.

Þetta þarf ekki að vera flott og glansandi, bara eitt mjög einfalt skjal sem hægt er að fylla út án allra krókaleiða fram og til baka.

Númer 1 2 og 3, fækka smellum á skjáinn alltof margar krókaleiðir þegar hægt er að hafa þetta mjög einfalt.

En undirstrika hér að það ætti frekar að leggja afladagbækurnar niður, því þær eru barn síns tíma og þjóna engum tilgangi árið 2021 þar semað öll gögn eru til staðar hvort sem er.

Afrita slóð á umsögn

#6 Hólmar Hallur Unnsteinsson - 07.03.2021

Góðan dag

Okkar skoðun er sú að í stað þess að færa afladagbókina í smáforrit í síma væri skynsamlegra að afnema hana alveg.

Öll gögn eru nú þegar til staðar og er það ekki smábátasjómanna verk að halda utan um þau gögn fyrir Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu og aðra.

• Fiskistofa heldur utan um dagsetningu veiðiferða, afla í hverri tegund í hverri veiðiferð svo að það ætti að vera óþarfi að tvískrá það með afladagbókarforriti.

• Vaktstöð siglinga heldur utan um ferla skipsins sem og brottfarir og komu skipa til hafna, svo að aftur er algjör óþarfi að þurfa að vera með tvöfalt kerfi á því.

• Veðurstofan heldur utan um gögn er varða veður og sjólag og því er enn og aftur algjör óþarfi að tvískrá þau gögn einungis fyrir Fiskistofu og Hafrannsóknarstofunun.

Það sem að væri hægt að gera er að útbúa gagnagrunn þar sem að Hafrannsóknarstofnun gæti nálgast öll gögn frá Fiskistofu, Vaktstöð siglinga og veðurstofu Íslands. Það væri mun auðveldara í framkvæmd í stað þess að þvinga þessu smáforriti upp á smábátasjómenn.

Fyrir hönd Smábátafélagsins Hrollaugs á Hornafirði

Hólmar H. Unnsteinsson varaformaður.

Afrita slóð á umsögn

#7 Hafsteinn Esjar Stefánsson - 07.03.2021

Vil ekki rafræna afladagbók.Vil hafa óbreitta afladagbók.

Afrita slóð á umsögn

#8 Friðrik Smárason - 07.03.2021

Umsögn er meðfylgjandi sem viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. - 08.03.2021

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hefur tekið til umsagnar drög að frumvarpi til

breytinga á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnunar, sem finna má í samráðsgátt

stjórnvalda, sbr. mál nr. 62/2001.

Umsögnum um frumvarpið er skipt í tvennt eftir efnisflokkum. Umsagnirnar er að finna í hjálögðum fylgiskjölum:

1. 2021_03_08_Athugasemdir_UR_Skilgreining_yfirrad.pdf

2. 2021_03_08_Athugasemdir_UR_Valdheimildir_Fiskistofu.pdf

F.h. Útgerðarfélags Reykjavíkur hf.

Landslög - lögfræðistofa

Grímur Sigurðsson hrl.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Samkeppniseftirlitið - 08.03.2021

Sjá meðf. umsögn.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Friðþjófur Jóhannsson - 08.03.2021

Ég er alfarið á móti þessu afladagbókarappi það er illa uppsett og alls ekki notendavænt. Mér gengur mjög illa að nota þetta og flestir sem ég hef heyrt í gengur mjög illa að nota appið. Ég myndi fá að velja það að nota bókina. Mér finnst þessi skráning hjá okkur óþarfi þar sem aflinn er skráður þegar honum er landað og þær upplýsingar eru sendar beint til fiskistofu. Þetta er í raun tvíverknaður og við erum vaktaðir af AS kerfinu sem ætti að duga til að sjá staðsetningu okkar og hvar við erum á veiðum.

Afrita slóð á umsögn

#12 Örn Pálsson - 08.03.2021

Meðfylgjandi er umsögn frá Landssambandi smábátaeigenda

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) - 08.03.2021

Meðfylgjandi er umsögn SFS

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Landhelgisgæsla Íslands - 08.03.2021

Meðfylgjandi er umsögn Landhelgisgæslu Íslands um frumvarpsdrög um breytingar á lögum á sviði fiskveiðistjórnunar.

Viðhengi