Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–15.3.2021

2

Í vinnslu

  • 16.3.2021–26.9.2022

3

Samráði lokið

  • 27.9.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-65/2021

Birt: 1.3.2021

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til laga um ríkisábyrgðir og lánasýslu ríkisins

Niðurstöður

Engar umsagnir eða athugasemdir bárust vegna áformana.

Málsefni

Áform um endurskoðun á lagaramma ríkisábyrgðir og endurlána til að tryggja skýrari umgjörð og markvissari framkvæmd þessara viðfangsefna. Jafnframt þarf að aðlaga núgildandi reglur að lögum um opinber fjármál.

Nánari upplýsingar

Stefna stjórnvalda er að draga úr ríkisábyrgðum eins og kostur er næstu árin með því að lækka útistandandi nafnvirði ábyrgða og hlutfall ríkisábyrgða af landsframleiðslu. Almennt er ekki gert ráð fyrir að gefa út nýjar ríkisábyrgðir í venjulegu árferði og því þurfa sérstakar aðstæður að kalla á að slíkt sé gert. Á sama tíma er líklegt að endurlán haldi áfram og jafnvel aukist.

Talin er þörf á að endurskoða lög um ríkisábyrgðir og lánamál ríkisins, m.a. vegna ábendinga sem borist hafa frá Ríkisendurskoðun. Stefnt er að því útbúa frumvarp til breytinga á núgildandi lögum um ríkisábyrgðir og lögum lánasýslu ríkisins til að tryggja markvissari og skilvirkari framkvæmd þeirra.

Með breytingunum munu lögin og framkvæmd þeirra verða skýrari, fyrir þá aðila sem fá ríkisábyrgðir og endurlán, þá sem sjá um mat á og umsýslu ábyrgða og lána, auk eftirlitsaðila, sjá t.d. skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um Ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs frá október 2015.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnunar og umbóta

postur@fjr.is