Samráð fyrirhugað 02.03.2021—12.03.2021
Til umsagnar 02.03.2021—12.03.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 12.03.2021
Niðurstöður birtar 15.12.2021

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun (Ferðatryggingasjóður)

Mál nr. 66/2021 Birt: 02.03.2021 Síðast uppfært: 15.12.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Ferðaþjónusta
  • Markaðseftirlit og neytendamál

Niðurstöður birtar

Frumvarpið varð að lögum nr. 95/2021, um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.

Í samráðskafla greinargerðar frumvarpsins er að finna efnisleg viðbrögð við þeim umsögnum sem bárust í samráðinu. Þær umsagnir sem bárust leiddu ekki til breytinga á frumvarpinu.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 02.03.2021–12.03.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.12.2021.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018 (Ferðatryggingasjóður). Einnig eru til samráðs drög að reglugerð um Ferðatryggingasjóð.

Með frumvarpinu er lagt til að komið verði á fót nýju tryggingakerfi fyrir pakkaferðir í stað gildandi tryggingakerfis. Hið nýja kerfi felst í stofnun Ferðatryggingasjóðs sem er sameiginlegur tryggingasjóður þeirra fyrirtækja sem selja pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og eru vegna þess tryggingaskyldir. Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir nýjum V. kafla í lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun sem felur í sér lagaumgjörð Ferðatryggingasjóðs. Stofnun Ferðatryggingasjóðs mun hafa í för með sér mikið hagræði fyrir ferðaskrifstofur þar sem tryggingafé þeirra mun geta lækkað umtalsvert og að sama skapi mun tilkoma sjóðsins auka neytendavernd þar sem tryggt verður að allar kröfur ferðamanna vegna ógjaldfærni eða gjaldþrots seljenda pakkaferða munu fást greiddar að fullu. Við gerð frumvarpsins var höfð hliðsjón af sambærilegum tryggingasjóðum í Danmörku og Noregi.

Ferðatryggingasjóður verður sjálfseignarstofnun í umsýslu Ferðamálastofu. Þriggja manna stjórn fer fyrir sjóðnum en Ferðamálastofa mun sjá um daglegan rekstur sjóðsins. Ferðaskrifstofur munu vera háðar skylduaðild að sjóðnum og munu greiða árlegt iðgjald auk þess að leggja fram tryggingafé líkt og verið hefur sem mun þó lækka umtalsvert. Gert er ráð fyrir því að Ferðatryggingasjóður verði stofnaður þann 1. júlí nk. með einskiptisgreiðslu allra ferðaskrifstofa sem nemi 1,5% af tryggingafjárhæðum ársins 2019. Auk þess munu ferðaskrifstofur greiða iðgjald á gjalddaga 1. september og eigi síðar en þann dag mun tryggingafé þeirra lækka í samræmi við nýjar reglur.

Líkt og verið hefur verður kveðið á um útreikning tryggingafjárhæðar og iðgjalda í reglugerð sem ráðherra setur og er í opnu samráði samhliða frumvarpi þessu. Útreikningurinn byggir á sama grundvelli og gilt hefur og upplýsingaskylda ferðaskrifstofa helst áfram sú sama og sú reikniregla sem tekin var upp með reglugerð nr. 150/2019 mun áfram verða notuð í lítt breyttri mynd.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Imagine Iceland ehf. - 08.03.2021

Sæll og blessadur,

Væri mjög áhugavert að vita upphæð árgjaldsins sem verður stillt sem nauðungargreiðsla.

"Ferðaskrifstofur munu vera háðar skylduaðild að sjóðnum og munu greiða árlegt iðgjald auk þess að leggja fram tryggingafé líkt og verið hefur sem mun þó lækka umtalsvert."

It looks like there is much emphasis on lowering the current insurance amount, but at least this amount stays mine, although blocked and isn't a cost, besides the cost for the accountancy from Ferðamalastofa and my (optional) cost for my accountant to support me with the yearly application which is quite a nuisance especially since this is done before my annual report is normally done.

I m running a low cost company. I believe that works very well for being a solvable and responsible company that travellers can trust to book with. To set up a new structure with board members to run the show seems like a higher cost operation structure that we (travel agents) will pay for. I don't necessarily see the 'better' as in it the insurance fee at the moment also functions as a small investment to make sure people are serious about running a travel agency. An indirect protection of quality for the customers, although this is not the goal of the insurance fee.

Afsakið fyrir að skirfa á engsku. Ekki einfallt orð ef það kemur með ´legal issues´.

Takk kærlega ykkur fyrir að taka athugasemdir mínar inn í nýju skipulagið.

Simone de Greef

fh. Imagine Iceland ehf

Afrita slóð á umsögn

#2 Þórunn Reynisdóttir - 12.03.2021

Varðandi 5 gr -tryggingarskylda

Það vantar nákvæmari útlistun á hvernig þessi trygging verður reiknuð út.

Nýjir aðilar þá teljum við að það þurfi að vera lágmarksgjald sem er greitt um leið og fyrirtækið fær leyfið. Þar sem að aðilar sem þegar eru með rekstur þurfa að greiða straks inní sjóðinn.

Heimild til að hækka iðgjald allt uppí 10% þurfu að vera ákveðnar forsendur áður en hækkun er gerð sem hækkun.

Eftirlit með fyrirtækjum þarf að vera tryggt og að Ferðamálastofa nái að sinna því sem skyldi.

Afrita slóð á umsögn

#3 Jón Haukur Daníelsson - 12.03.2021

Góðan daginn

Hef aldrei skilið þessa sér íslensku aðferð að búa til bákn og kerfi sem fáir skilja og er búið til fyrir fáa ekki alla.

Af hverju ekki gera hlutina einfalda og hreinlega ættleiða sama kerfi og hefur reynst frændum okkar Dönum vel?

Danir hafa Rejsegarantifond. Sjá https://www.rejsegarantifonden.dk/erhverv

Hingað til hafa tryggingarmál Íslenskra ferðaskrifstofa verið í algjöru rugli og rekstraraðilum mismunað en það væri of langt mál að fara út í þá sálma hér.

Mæli eindregið með að þetta verði endurskoðað frá grunni.

Jón Haukur Daníelsson

Afrita slóð á umsögn

#4 Jón Haukur Daníelsson - 12.03.2021

Góðan daginn

Meira um Ferðatryggingasjóð eða Rejsegarantifonden.

Danir leysa 7.gr., 8. gr., 9., gr. og 10. gr. svona sjá hlekk https://www.rejsegarantifonden.dk/fileadmin/user_upload/Erhverv_Vejledninger/Hvad_koster_det_at_vaere_registreret_i_fonden_ver2020.pdf

Ferðskrifstofur sem selja pakkaferðir fjármagna tryggingarsjóð með að rukka farþega í pakkaferðum um DKK 10,- eða ca. ISK 200.- aukalega.

Jón Haukur Daníelsson

Afrita slóð á umsögn

#5 Samtök ferðaþjónustunnar - 12.03.2021

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn SAF- Samtaka ferðaþjónustunnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun (Ferðatryggingasjóður)

Með góðum kveðjum

F.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Hörður Hilmarsson - 12.03.2021

Góðan daginn,

Ég er ekki hrifinn af þessu frumvarpi og tel að ráðuneyti ferðamála sé með þessu að missa af upplögðu tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á lögum um ferðamál á Íslandi, breytingar sem væru sanngjarnar, réttlátar og bæði í þágu ferðaskrifstofa og viðskiptavina þeirra. Þá sé ég ekki að kostnaður ferðaskrifstofa við tryggingar vegna pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar, áður alferðatrygging, muni endilega lækka með tilkomu nýs ferðatryggingasjóðs. Tryggingin sjálf lækkar kannski en það er að sjálfsögðu heildarkostnaður ferðaskrifstofa sem skiptir máli. Fyrir utan trygginguna er ferðaskrifstofum gert að greiða eingreiðslu í stofngjald vegna sjóðsins og svo árlegt iðgjald sem skv. upplýsingum getur verið allt frá 2.5% til 10% af reiknaðri tryggingarfjárhæð. Iðgjaldið getur hæglega orðið hærra heldur en sú pakkaferðatrygging sem ferðaskrifstofur hafa haft. Hvað er þá unnið?

Ferðatryggingasjóðurinn er frábær hugmynd, en útfærslan röng. Undirritaður eyddi ásamt samstarfsmanni mörgum mánuðum 2020 í að finna heildstæða lausn á þessum málum, til hagsbóta fyrir ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. Lausnin var kynnt fyrir Ferðamálastofu og ítarlegar upplýsingar sendar þingnefndum, ráðherrum, þingmönnum, SAF o.fl. Beðið var um rökstutt svar við hugmyndunum, en það kom ekki.

Aðal atriðið að mati undirritaðs og kollega er sú staðreynd að frumvarpið tekur ekki á tveimur helstu réttlætismálum ferðaskrifstofa á Íslandi; sjá viðhengi.

Með ferðakveðju

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Heimsferðir - 15.03.2021

Almennt teljum við frumvarpið vera til bóta.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun tekur ekki nægjanlega á þeim aðilum, sem eru í samkeppni við ferðaskrifstofur.

Þ.e.a.s. að aðilar, sem ekki eru með ferðaskrifstofuleyfi geta leigt flugvélar og selt viðskiptavinum flugsæti eingöngu. Farmiðar eru ekki gefnir út af viðkomandi flugfélagi og því nær ekki almenn neytendavernd til þessara farþega. Sömu aðilar eru síðan iðulega að selja aðra viðbótarþjónustu gegnum aðrar söluleiðir, en eru ekki að selja alferð í skilningi laga. Í Skandinavíu fellur flugsætasala í leiguflugi undir ferðatryggingarsjóði.

Einnig má benda á, að erlendir og innlendir bókunarvefir eru að selja flugsæti og á sama vefsvæði gistingu og aðra þjónustu. Þetta er iðulega selt án þess sérstakrar ferðaskrifstofutryggingar.

Í drögum er gert ráð fyrir, að ferðaskrifstofur sem verið hafa með ferðaskrifstofuleyfi, greiði stofngjald strax við stofnun sjóðsins og byggir upphæð á veltu ársins 2019. Nýir aðilar þurfa hins vegar ekki að greiða stofngjald fyrr en í lok fyrsta rekstrarárs og byggir þá útreikningur á rekstri ársins. Það væri réttar, að nýir aðilar greiði stofngjald strax við upphaf rekstrar og ætti að reiknast út frá áætlun, sem aðilar þurfa að skila inn. Trygging og iðgjald miðast við sömu útreikninga. Í lok rekstrarárs verða þessi gjöld gerð upp eftir því hvernig velta ársins hefur verið. Það verður að gæta jafnræðis í þessu.

Virðingarfyllst,

Tómas J. Gestsson

Afrita slóð á umsögn

#8 Alþýðusamband Íslands - 22.03.2021

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Neytendasamtökin - 23.03.2021

Umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um pakkaferðir og reglugerð um ferðatryggingasjóð.

Viðhengi