Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–12.3.2021

2

Í vinnslu

  • 13.3.–14.12.2021

3

Samráði lokið

  • 15.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-67/2021

Birt: 2.3.2021

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Ferðaþjónusta

Reglugerð um Ferðatryggingasjóð

Niðurstöður

Reglugerðin var sett sem reglugerð nr. 812/2021. Í samráði bárust ekki efnislegar athugasemdir við drögin sem leiddu til breytinga.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um Ferðatryggingasjóð. Samhliða reglugerðinni eru einnig til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, sem felur í sér lagagrundvöll fyrir stofnun Ferðatryggingasjóðs.

Nánari upplýsingar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um Ferðatryggingasjóð. Samhliða reglugerðinni eru einnig til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, sem felur í sér lagagrundvöll fyrir stofnun Ferðatryggingasjóðs.

Reglugerð um Ferðatryggingasjóð mun koma í stað reglugerðar um tryggingar vegna pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar, nr. 150/2019. Í reglugerðinni er kveðið á um bókhald og reikningsskil ferðaskrifstofa, árlega upplýsingaskyldu þeirra, skylduaðild að Ferðatryggingasjóði og um útreikning á fjárhæð trygginga og iðgjalda til Ferðatryggingasjóðs.

Með reglugerðinni og stofnun Ferðatryggingasjóðs verða miklar breytingar á tryggingakerfi fyrir pakkaferðir. Hið nýja fyrirkomulag felur í sér sameiginlegan tryggingasjóð sem fjármagnaður verður af tryggingaskyldum aðilum. Sjóðurinn tryggir fullar endurgreiðslur til ferðamanna komi til ógjaldfærni eða gjaldþrots seljenda pakkaferða.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa ferðamála og nýsköpunar

postur@anr.is