Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–10.3.2021

2

Í vinnslu

  • 11.–10.3.2021

3

Samráði lokið

  • 11.3.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-69/2021

Birt: 3.3.2021

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (arður, yfirskattanefnd o.fl.).

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust.

Málsefni

Áformaðar eru breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem snúa m.a. að staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts af arði milli félaga, refsiramma almennra hegningarlaga, aukatekjum ríkissjóðs og yfirskattanefnd.

Nánari upplýsingar

Í áformunum er greint frá fyrirhuguðum breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Um er að ræða tvö mál á þingmálaskrá fjármála- og efnahagsráðherra, þ.e. mál nr. 32 og 40, sem verða sameinuð í eitt frumvarp sem gert er ráð fyrir að verði lagt fram á Alþingi í mars. Lagt verður til að við ákvæði 3. mgr. 4. gr. laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996, verði aukið 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. tekjuskattslaga og með því verði þau félagaform sem þar eru talin upp, þ.e. kaupfélög og önnur samvinnufélög, undanþegin staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts til jafns við hlutafélög sem falla undir 1. tölul. sama ákvæðis vegna fjárhæðar arðs sem þau hafa fengið úthlutaða eða greidda. Þá verða lagðar til breytingar á 1. og 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, þar sem nauðsynlegt er talið að vísun úr hegningarlögum sé einnig til staðar þar sem í öðrum lögum er vísað til ákvæða 1. og 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga í þeim tilfellum þegar um stórfelld brot er að ræða. Jafnframt verður lagt til að tekið verði gjald fyrir útgáfu könnunarvottorðs er snúa að viðurkenningu á hjónavígslu sem framkvæmd er erlendis og vafi leikur á hvort uppfyllt eru skilyrði fyrir skráningu hjónavígslunnar í samræmi við frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á hjúskaparlögum, nr. 31/1993. Þrjár breytingar verða lagðar til á lögum um yfirskattanefnd, nr. 30/1992. Í fyrsta lagi breytingar á þeim fjölda nefndarmanna sem skipaðir eru til að sitja í yfirskattanefnd og taka þátt í að úrskurða í einstökum málum. Í öðru lagi verða lögfestar starfsreglur yfirskattanefndar um ákvörðun málskostnaðar úr ríkissjóði, að hluta eða öllu leyti, ef úrskurður nefndarinnar hefur fallið málsaðila í hag. Í þriðja lagi verður lögð til breyting á 13. gr. laganna varðandi endurákvörðun vegna kæru með þeim hætti að ákvæðið einskorðist ekki við ákvarðanir ríkisskattstjóra heldur taki einnig til annarra stjórnvalda. Að lokum stendur til að greina hvort nauðsynlegt og unnt sé að gera breytingar sem snúa að nánari aðkomu Skattsins að skattfrádrætti á grundvelli laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is